Fara í innihald

Osmín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  Rúþen  
Renín Osmín Iridín
  Hassín  
Efnatákn Os
Sætistala 76
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 22610,0 kg/
Harka 7,0
Atómmassi 190,23(3) g/mól
Bræðslumark 3306,0 K
Suðumark 5285,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Osmín er frumefni með efnatáknið Os og sætistöluna 76 í lotukerfinu. Þetta er harður, stökkur, gráblár eða svarblár hliðarmálmur sem tilheyrir platínuflokknum og er eðlisþyngstur allra náttúrulegra frumefna.

Almenn einkenni

[breyta | breyta frumkóða]

Osmín í málmformi er gríðarlega eðlisþungt. Það er gráblátt eða svarblátt, stökkt og gljáandi, jafnvel við hátt hitastig, en er erfitt í vinnslu. Auðveldara er að framleiða osmín í duftformi, en ef það kemst í snertingu við loft myndar það osmíntetroxíð (OsO4), sem er eitrað. Oxíðið er einnig öflugt oxandi efni, gefur frá sér sterka lykt og sýður við 130°C.

Sökum gríðarlega hás eðlismassa, er osmín yfirleitt talið vera þyngsta þekkta frumefnið, aðeins þyngra en iridín.

Þessi málmur hefur hæsta bræðslumark og lægsta gufuþrýsting allra efna í platínuflokknum. Algeng oxunarstig osmíns eru +3 og +4, en fundist hafa oxunarstig frá +1 til +8.

Sökum gríðarlega eituráhrifa oxíðs þess, er osmín sjaldan notað í hreinu formi, en er í staðinn oft blandað saman við aðra málma sem síðan eru notaðir í slitþolna hluti. Osmínmálmblöndur eru gríðarlega harðar og efnið er, ásamt öðrum platínuflokksmálmum, næstum eingöngu notað í odda á lindarpennum, plötuspilaranálar, kúlulegur og rafsnertur.

Osmíntetroxíð hefur verið notað í fingrafarsgreiningu og til að lita fituvefi á sýnisglerjum smásjáa. Blanda 90% platínu og 10% osmíns er notuð í ígræðslur, eins og til dæmi hjartagangráða og staðgengla fyrir lungnaslagæðalokur.

Tetroxíðið (og skylt efnasamband, kalínosmat) eru mikilvægir oxarar í efnasmíði.

Smithson Tennant í London á Englandi uppgötvaði osmín (gríska osme sem þýðir „lykt“) árið 1803, ásamt iridíni, í leifum eftir upplausn platínu í kóngavatni.

Þessi hliðarmálmur finnst í iridosmíni, sem er náttúruleg málmblanda iridíns og osmíns, og í platínuríku straumvatnsseti í Úralfjöllum og Norður- og Suður-Ameríku. Það finnst einnig í nikkelgrýti við Sudbury í Ontario, ásamt öðrum málmum í platínuflokknum. Jafnvel þótt magn platínumálma í þessu grýti sé lítil, gerir mikið magn nikkelgrýtis sem unnið er með, hagkvæmt að vinna þessa málma úr því.

Efnasambönd

[breyta | breyta frumkóða]

Osmíntetroxíð (OsO4)

Osmín hefur sjö náttúrulegar samsætur, og af þeim eru 5 stöðugar: Os-187, Os-188, Os-189, Os-190 og Os-192 (algengust). Os-184 og Os-186 hafa ótrúlega langan helmingunartíma og er því almennt hægt að telja þær stöðugar líka. Os-187 er dótturkjarni Re-187 (helmingunartími 4,56×1010 ár) og er oft mælt í hlutfalli Os-187/Os-188. Þetta hlutfall, ásamt hlutfalli Re-187/Os-187, hefur víða verið notað til að aldursgreina jarðneskt grjót og einnig grjót úr loftsteinum. Það má þó geta þess, að best þekktu not osmíns í aldursgreiningu hafa verið mælingar á hlutfalli þess og iridíns, til að aldursgreina ákveðin leirlög frá þeim tíma er risaeðlurnar dóu út fyrir 65 milljón árum síðan.

Varúðarráðstafanir

[breyta | breyta frumkóða]

Osmíntetroxíð er baneitrað efni. Þéttleiki osmíns í lofti, allt niður að 10-7 g/, getur valdið lungnateppu, húð- eða augnskemmdum.