Fara í innihald

Olten

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Olten
Skjaldarmerki Olten
Staðsetning Olten
KantónaSolothurn
Flatarmál
 • Samtals11,50 km2
Hæð yfir sjávarmáli
396 m
Mannfjöldi
 (2012)
 • Samtals17.133
Vefsíðawww.olten.ch

Olten er borg í kantónunni Solothurn í Sviss. Hún er aðeins með 17 þúsund íbúa, en er þrátt fyrir það stærsta borgin í kantónunni.

Lega og lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Olten liggur við ána Aare við rætur Júrafjalla, nær norðvestarlega í Sviss. Næstu borgir eru Aarau til norðausturs (15 km), Solothurn til suðvesturs (35 km), Basel til norðvesturs (45 km) og Luzern til suðausturs (55 km). Þýsku landamærin eru aðeins um 30 km til norðurs. Íbúarnir eru þýskumælandi. 26% þeirra eru útlendingar.

Skjaldarmerki[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki borgarinnar eru þrjú græn greni með rauða boli á hvítum grunni. Innsigli borgarinnar frá 1580 var með þremur lauftrjám en þeim var breytt í greni árið 1800. Trén tákna skógana þrjá sem liggja umhverfis borgina (Hardwald, Säliwald og Bannwald).

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Núllsteinn járnbrautarkerfisins í Sviss stendur í Olten
  • Á 1. öld e.Kr. byggðu Rómverjar bæinn upp en hann var yfirgefinn er Rómverjar hurfu.
  • Nýr bær var reistur í tíð greifanna af Frohburg. Reyndar brann bærinn 1422 og öll skjöl með. Því eru upplýsingar um hann af skornum skammti fyrir þann tíma.
  • 1383 sátu herir frá Bern og Solothurn um bæinn en urðu frá að hverfa eftir óveður mikið.
  • 1426 eignaðist borgin Solothurn bæinn Olten.
  • 1532 gengu yfirráð bæjarins til biskupanna í Basel.
  • 1611 geysaði pestin í bænum. Sagt er að allir hafi látist nema fjórtán manns.
  • 1800 veittu Frakkar Olten borgarréttindi.
  • Á miðri 19. öld fékk Olten járnbrautartengingu, en frá borginni var allt járnbrautarkerfið mælt. Við járnbrautarstöðina í dag er enn núllsteininn að finna. Í dag fara fleiri lestir um járnbrautarstöðina en í nokkurri annarri stöð í Sviss, fyrir utan lestarstöðina í Zürich.
  • Lengsta vændisgatan í Sviss var í Bahnhofsstrasse í Olten en hún er tveggja km löng. Borgaryfirvöld reyndu að loka götunni á nóttinni til að útiloka vændið en það færðist þá í næstu götu, Haslistrasse, þar sem það lifir enn góðu lífi.

Frægustu börn borgarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Gamla göngubrúin og miðborgin í Olten

(1899) Paul Hermann Müller, efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi í læknisfræði 1948

Byggingar og kennileiti[breyta | breyta frumkóða]

Gamla göngubrúin yfir ána Aare var reist á franska tímanum 1803. Hún tengir járnbrautarstöðina við miðborgina. Brúin er með þaki og geta vegfarendur því gengið yfir ána í skjóli í hvaða veðri sem er.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]