Fara í innihald

Solothurn (fylki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Solothurn
Höfuðstaður Solothurn
Flatarmál 791 km²
Mannfjöldi
 – Þéttleiki
261'437 (31. desember 2013)
331/km²
Sameinaðist Sviss 1481
Stytting SO
Tungumál Þýska
Vefsíða [http://www.so.ch

Solothurn er kantóna í vesturhluta Sviss með 791 km2]]. Höfuðborgin heitir sömuleiðis Solothurn.

Lega og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Solothurn er í norðvesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Frakklandi og Þýskalandi. Aðrar kantónur sem að Solothurn liggja eru Basel-Landschaft fyrir norðan, Aargau fyrir austan, Bern fyrir sunnan og Júra fyrir vestan. Solothurn á þrjú svæði innilokuð í öðrum kantónum. Tvær eru fyrir vestan móðurkantónuna og nema við landamærin að Frakklandi, en ein er fyrir austan, innilokuð í kantónunni Bern. Íbúarnir eru 261 þúsund talsins (2013) og eru langflestir þeirra þýskumælandi.

Skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki Solothurn samanstendur af tveimur láréttum röndum, rauðri að ofan og hvítri að neðan (öfugt við pólska ríkisfánann). Lítil er vitað um tilurð merkisins eða merkingu litanna. En verndardýrlingur kantónunnar (píslarvotturinn Úrsus) bar rauðan fána með litlum hvítum krossi.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]
  • Svæðið var fyrst keltneskt, síðan rómverskt. Bærinn hét Salodurum á tímum Rómverja.
  • 1032 var svæðið hluti af þýska ríkinu.
  • 1295 gerði Solothurn „ævarandi“ bandalag við Bern.
  • 1318 réðist Leopold I. hertogi Habsborgar inn í svæðið en varð frá að hverfa.
  • 1382 reyndi greifinn í Kyburg að hrifsa til sín yfirráð yfir svæðið, en í sameiningu með Bern sigraði Solothurn greifann í Burgdorfstríðinu.
  • 1481 fékk Solothurn inngöngu í svissneska bandalagið.
  • Á 16. öld varð kantónan áfram kaþólsk, þrátt fyrir siðaskiptin víða annars staðar.
  • 1798 hertóku Frakkar kantónuna.
  • 1815 gripu aðalsmenn völdin, eftir fall Napoleons.
  • 1848 var ný stjórnarskrá meðtekin.
  • 1971 fengu konur kosningarétt.
Röð Borg Íbúar Ath.
1 Olten 17 þúsund
2 Solothurn 16 þúsund Höfuðborg kantónunnar
3 Grenchen 16 þúsund