Nykruætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jurt af nykruætt

Nykruætt (fræðiheiti Potamogetonaceae) er ætt fjölæra vatnajurta. Sumar vaxa alveg í kafi en sumar að nokkru leyti. Blöð sem fljóta á vatni (flotblöðin) eru frábrugðin þeim sem eru á kafi. Blómin er smá, oftast í axi. Það eru um 110 tegundir sem deilast á yfir sex ættkvíslir. Stærsta ættkvíslin er nykrur (Potamogeton) innan hennar eru um 100 tegundir.

Nykrur eru mikilvæg fæða og búsvæði fyrir ýmis vatnadýr.

Tegundir af nykruætt sem finnast á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

  1. Potamogeton alpinus BalbisFjallnykra
  2. Potamogeton berchtoldii FieberSmánykra
  3. Potamogeton compressusSverðnykra
  4. Potamogeton gramineus L.Grasnykra
  5. Potamogeton natans L.Blöðkunykra
  6. Potamogeton perfoliatus L.Hjartanykra
  7. Potamogeton praelongus WulfenLangnykra

Áður töldust jurtir af ættkvíslunum Zostera og Ruppia til Til nykruættar (Potamogetonaceae) en þær teljast nú eigin ættir, Zosteraceae og Ruppiaceae. Þannig teljast vogajurt (Ruppia cirrhosa) og lónajurt(Ruppia maritima) núna til hnotsörvaættar (Ruppiaaceae).[1]

  1. Stuckenia filiformis (Pers.) BörnerÞráðnykra
  1. „Nokkrar helztu breytingar á háplöntuflóru Íslands síðustu áratugi“. www.ahb.is. Sótt 30. september 2019.