Nykrur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Nykrur (fræðiheiti Potamogeton) eru fjölærar rótfastar vatnaplöntur. Stilkir vaxa í vatni upp frá vatnbotni, blöð sem eru undir vatni eru aflöng en flotblöð sem eru í vatnsyfirborði eru rúnnuð. Blómin eru tvíkynjuð og sitja á axi sem kemur upp úr vatninu. Nykrur lifa í ferskvatni og ísöltu vatni. Þær vaxa oft í þéttum og miklum breiðum og eru mikilvægar sem fæða og búsvæði fyrir mörg dýr. Það getur verið erfitt að tegundagreina nykrur.