Fara í innihald

Nykrur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Potamogeton
Potamogeton perfoliatus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Kransjurtabálkur (Alismatales)
Ætt: Nykruætt (Potamogetonaceae)
Ættkvísl: Potamogeton

Nykrur (fræðiheiti Potamogeton) eru fjölærar rótfastar vatnaplöntur. Stilkir vaxa í vatni upp frá vatnbotni, blöð sem eru undir vatni eru aflöng en flotblöð sem eru í vatnsyfirborði eru rúnnuð. Blómin eru tvíkynjuð og sitja á axi sem kemur upp úr vatninu. Nykrur lifa í ferskvatni og ísöltu vatni. Þær vaxa oft í þéttum og miklum breiðum og eru mikilvægar sem fæða og búsvæði fyrir mörg dýr. Það getur verið erfitt að tegundagreina nykrur.

Listi yfir Potamogeton tegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi listi er byggður á nýlegum skráningum The Plant List Geymt 23 maí 2019 í Wayback Machine.[1]


Listi yfir Potamogeton blendinga

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Potamogeton. The Plant List; Version 1.1 (published on the internet). Royal Botanic Gardens, Kew and Missouri Botanical Garden. 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 ágúst 2020. Sótt 16 nóvember 2014.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.