Notandi:Krigudbj

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ásbyrgi[breyta | breyta frumkóða]

Í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum, Kelduneshreppi í Norður–Þingeyjarsýslu, er eitt af mestu náttúruundrum Íslands. Þetta stórbrotna náttúrufyrirbæri er Ásbyrgi. Þetta er mikil hamrakví, allt að 3,5 km á lengd inn í botn og um 1,1 km á breidd í mynni hennar og helst svipuð breidd um þrjá km inn eftir henni. Fyrstu tvo km er hún klofin af Eyjunni, miklu strandbergi, sem er um 250 m á breidd og skiptir Ásbyrgi í tvennt. Hamraveggirnir eru um 90 – 100 m háir og eru lægstir fremst en hækka þegar innar dregur.

Gróður Innst í botni Ásbyrgis er tjörn, Botnstjörn. Mikill gróður er þar í kring og má þar nefna hrútaberjalyng sem þar vex og ber mikið af berjum á góðu sumri og gefur skógarbotninum skemmtilegan blæ á haustin. Mest ber á birki í Ásbyrgi og er birkiskógurinn í friðaður. Í skóginum er einnig að finna fleiri tegundir trjáa s.s. mörg reynitré, stórvaxinn gul- og loðvíði, og ýmsar blómategundir. Nokkrum fjölda af erlendum barrtrjám var einnig plantað þarna á árunum 19471977 og hafa sum þeirra náð allnokkurri hæð. Helstu tegundirnar eru rauðgreni, blágreni, sitkagreni, lerki og skógarfura. Skógurinn er í eigu Skógræktar ríkisins sem hefur af honum nytjar.

Dýralíf Í skóginum og kjarrinu eru skógarþröstur og auðnutittlingur algengir, sem og músarindillinn. Upp úr 1970 fór fýll að verpa í hamraveggjunum og er þar nú þétt byggð. Skordýralíf er líka með ágætum eins og gefur að skilja á svo skjólsælum og gróðursælum stað og ber mest á blómaflugum, galdraflugur og hunangsflugur eru algengar. Geitungar hafa einnig tekið sér bólfestu þarna.

Tilurð Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um tilurð þessarar hamrakvíar en líklegust er sú að hún hafi myndast þegar tvö hamfarahlaup urðu í Jökulsá á Fjöllum, hið fyrra fyrir um 8 -10 þúsund árum og hið síðara fyrir um 3 þúsund árum. Þjóðsagan skýrir þetta náttúrufyrirbæri á skemmtilegan hátt. Sagan segir að þarna hafi Sleipnir, hestur Óðins, stigið fast niður fæti þegar hann var á ferð sinni um lönd og höf. Ásbyrgi sé því hóffar Sleipnis og eyjan í miðjunni sé far eftir hóftunguna.

Þjónusta Ásbyrgi er innan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum og er mikill ferðamannastraumur þangað yfir sumartímann. Lagðir hafa verið göngustígar um svæðið og sett upp lítil upplýsingaskilti við þá, um þær trjá- og blómategundir sem þarna leynast. Ýmsar lengri og styttri gönguleiðir eru um svæðið. Skipulagðar gönguferðir eru á sumrin og hægt er að fá upplýsingar um þær í þjónustumiðstöðinni við tjaldstæðin fremsti í mynni Ásbyrgis.

Í samnefndum bæ Ásbyrgi, áður Byrgið, bjó eitt sinn Einar Benediktsson skáld og sagt er að hann hafi þar ort sum af bestu ljóðum sínum þar, t.d. Sumarmorgunn í Ásbyrgi.

Heimildir

  • „Jökulsárgljúfur“. Sótt 12.mars 2006.
  • Hjálmar R. Bárðarson. ÍSLAND svipur lands og þjóðar.
  • Tómas Einarsson, Helgi Magnússon, Örlygur Hálfdanarson. ÍSLANDS HANDBÓKIN.