Geitungar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Geitungur)
Geitungar
Geitungur lamar fiðrildalirfu
Geitungur lamar fiðrildalirfu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Ætt: Vespidae
Undirætt: Vespinae
Myndaröð sem sýnir þegar ung geitungadrottning stofnar nýtt bú, verpir eggjum og finnur æti handa lirfum

Geitungar er skordýr af ættbálk æðvængja og undirættbálk broddvespa.

Geitungar eru félagsskordýr. Þeir byggja bú úr pappírskvoðu sem þeir fá með því að naga timbur. Í hverju geitungabúi er ein drottning og mörg hundruð vinnugeitungar. Drottningin verpir eggjum í sérstök hólf. Úr eggjunum þroskast lirfur sem síðan verða að púpum. Úr púpunum skríða aðeins vinnugeitungar yfir sumartímann. Vinnugeitungar annast lirfur og viðhalda búinu. Á haustin verða til nýjar drottningar sem lifa af veturinn.

Geitungar á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Fjórar tegundir af geitungaætt hafa sest að á Íslandi.

  1. Húsageitungur (Paravespula germanica) fannst fyrst um 1973 í miðbæ Reykjavíkur.
  2. Holugeitungur (Paravespula vulgaris) fannst fyrst með bú árið 1977.
  3. Trjágeitungur (Dolichovespula norwegica) fannst fyrst 1980 í Skorradal og í Neskaupstað. Trjágeitungar hafa dreifst hratt um landið. Bú þeirra eru berskjölduð og hanga undir þakskeggjum, á gluggakörmum, klettum, steinum og þúfum og í trjám og runnum.
  4. Roðageitungur (Paravespula rufa) fannst fyrst 1986, en bú hans fannst fyrst árið 1988. Hann gerir bú í holum í jörðinni. Roðageitungur er sjaldgæfur á Íslandi enn sem komið er.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.