RAM

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

RAM er skamstöfun fyrir random-access memory. Það er tölvuminni sem tekur jafn langan tíma að skrifa í eða lesa úr gögn óháð því hvaða minnisvistfang gögn eru sótt eða skrifuð í. Algengt er að nota hugtakið RAM um vinnsluminni, þar sem það er það RAM minni í tölvum sem almennir notendur þekkja helst til. Dæmi um minni sem er RAM en er ekki vinnsluminni eru lesminnis kubbar (ROM), flash minni, og flýtiminni (en. cache memory). Í ensku er mjög algengt að hugtakið RAM sé notað um vinnsluminni og því er hugtakið random access oft notað þegar átt er við RAM sem eru ekki vinnsluminni.

Dæmi um minni sem ekki er RAM eru segulbönd, geisladiskar og seguldiskar.

RAM eins og við þekkjum þau í dag sem vinnlu minnis kubba, eru oftast "volatile" sem þýðir að ef spennan er tekin af minninu (t.d. þegar slökkt er á tölvu) þá hverfa öll gögn af því. Til eru nokkrar gerðir af non-volatile RAM, en þau hafa ekki enn komið á almenningsmarkað og eru flest ennþá í þróun.