Fara í innihald

Neyðarlínan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Neyðarlínan ohf. er opinbert hlutafélag sem rekur neyðarnúmerið 112 á Íslandi. Neyðarlínan er staðsett í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík ásamt ýmsum viðbragðsaðilum eins og Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunni, Fjarskiptamiðstöð Lögreglu, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar er Jón Svanberg Hjartarson og skrifstofustjóri er Magnús Hauksson.

Fyrirtækið þjónustar viðbragðsaðila landsins og leysir af yfir 196 neyðarnúmer sem voru hjá viðbraðsaðilum áður fyrr. Meðal verkefna Neyðarlínunnar eru boðun sjúkraflutninga og slökkviliðs, svörun fyrir lögreglu, bakvakt fyrir barnaverndarþjónustur hringin í kringum landið. Einnig er Neyðalínan aðili að almannavörnum með aðild að Samhæfingarstöð almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Um 28 neyðarverðir svara í neyðarnúmerið 112 á reglulegum vöktum, allan sólarhringinn allan ársins hring, en um 50 manns vinna í heild hjá fyrirtækinu. Starfsfólk er vel þjálfað og sem dæmi má nefna að neyðarverðir fara reglulega á vaktir með slökkviliðs- og sjúkrabílum, lögreglubílum, björgunarsveitum, og eru vaktir staðnar á slysadeildinni svo fátt eitt sé nefnt. Regluleg þjálfun og endurmenntun er undirstaða þess að neyðarnúmerið 112 er þekktasta símanúmerið á Íslandi. Svörun er líka með því besta sem gerist í Evrópu, en svarað er á innan við 5 sek. Evrópusambandið setur það sem lög að svara verði innan 8 sek, svo fremi sem álag sé ekki þeim mun meira að ekki tekst að anna hringingum.

Frá árinu 2005 hefur verið haldið upp á 112 daginn (11.2) sem er samevrópskur dagur, að þessum degi koma Neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Lögregluembættin hringin í kringum landið, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðiðsins ásamt öðrum sökkviliðum á landsbyggðinni. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæslan ásamt fleirum. Á þessum degi er skyndihjálparmanneskja ársins útnefnd en það er sú persóna sem hefur sýnt snarræði með góðri kunnáttu í skyndihjálp og jafnvel bjargað mannslífi. Þá eru veitt verðlaun í eldvarnargetraun LSS en þau eru veitt nemendum í 3. bekk.

Neyðarlínan sér einnig um rekstur á Tetra fjarskiptakerfinu, það er besta kerfið sem völ er á og er alls staðar notað af öllum leitar- og björgunaraðilum í heiminum í dag.

Vaktstöð siglinga VSS (gamla Tilkynningarskylda báta) er einnig staðsett í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og er rekin samhliða með stjórnstöðinni hjá Landhelgisgæslunni.