Umferðarstofa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Umferðarstofa er opinber stofnun, sem fer með stjórnsýslu á sviði umferðarmála, s.s. umferðarreglur, ökutæki, ökutækjaskráningar, ökupróf og ökunám, umferðarfræðslu, slysaskráningar og fleira. Stofnunin var stofnuð þann 1. október 2002 við sameiningu Skráningarstofunnar ehf. og Umferðarráðs, en einnig voru flutt til stofnunarinnar ýmis verkefni frá dómsmálaráðuneytinu. Árið 2012 voru Umferðarstofa, Siglingastofnun Íslands, Flugmálastjórn Íslands og Vegagerðin sameinuð undir heitinu Farsýslan. Árið eftir var nafni stofnunarinnar breytt í Samgöngustofu.

Þegar bifreið er „úr umferð“ er talað um að hún sé „tekin af númerum.“ Númeraplöturnar eru þá sendar til næsta skoðunarstaðar. Ef gömlu númeraplöturnar eru lagðar inn og ekki endurheimtar innan árs eru þær eyðilagðar. Greiða verður fyrir að leggja þeim og sömuleiðis fyrir að taka þær út aftur. Þegar bíll er afskráður er búið að taka hann af númerunum og þau verða ekki sett á hann aftur, eða bíllinn verður ekki settur á númer aftur.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.