Fara í innihald

Nashyrningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nashyrningur
Tímabil steingervinga: Eósen - nútíma
Svartur nashyrningur (Diceros Bicornis)
Svartur nashyrningur (Diceros Bicornis)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hófdýr (Perissodactyla)
Ætt: Nashyrningur
Gray, 1821
Extant Genera

Nashyrningur (eða í eldri íslensku skurni) (fræðiheiti: Rhinocerotidae) er ætt hófdýra sem telur aðeins fimm núlifandi tegundir. Tvær af þessum tegundum lifa í Afríku og þrjár í Suður-Asíu. Tegundirnar tvær í Afríku eru hvítur nashyrningur (ceratotherium simum) og svartur nashyrningur (diceros bicornis). Tegundirnar í Asíu eru kenndar við Indland, Súmötru & Jövu.

Nashyrningar eru stórar jurtaætur og verða allt að tonn að þyngd. Þeir eru með mjög þykka húð (1-1,5 sm að þykkt) tiltölulega lítinn heila og stórt horn á nefinu. Ólíkt öðrum hófdýrum eru nashyrningar ekki með tennur í framgómi og treysta því aðeins á öfluga jaxla til að mala fæðuna.

Nashyrningar hafa góða heyrn og lyktarskyn en lélega sjón. Þeir ná um sextíu ára aldri.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.