Nashyrningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nashyrningur
Tímabil steingervinga: Eósen - nútíma
Svartur nashyrningur (Diceros Bicornis)
Svartur nashyrningur (Diceros Bicornis)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hófdýr (Perissodactyla)
Ætt: Nashyrningur
Gray, 1821
Extant Genera

Nashyrningur (eða í eldri íslensku skurni) (fræðiheiti: Rhinocerotidae) er ætt hófdýra sem telur aðeins fimm núlifandi tegundir. Tvær af þessum tegundum lifa í Afríku og þrjár í Suður-Asíu. Tegundirnar tvær í Afríku eru hvítur nashyrningur (ceratotherium simum) og svartur nashyrningur (diceros bicornis). Tegundirnar í Asíu eru kenndar við Indland, Súmötru & Jövu.

Nashyrningar eru stórar jurtaætur og verða allt að tonn að þyngd. Þeir eru með mjög þykka húð (1-1,5 sm að þykkt) tiltölulega lítinn heila og stórt horn á nefinu. Ólíkt öðrum hófdýrum eru nashyrningar ekki með tennur í framgómi og treysta því aðeins á öfluga jaxla til að mala fæðuna.

Nashyrningar hafa góða heyrn og lyktarskyn en lélega sjón. Þeir ná um sextíu ára aldri.

tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Afríka:

Asía:

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.