Heyrn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heyrn er getan til þess að greina hljóð með eyrunum. Heyrnartæki eru hjálpartæki ætluð þeim sem eru með skerta heyrn. Heyrnarleysi er fötlun, þar sem sá heyrnarlausi greinir varla eða ekki hljóð. .Þegar hljóðbylgjur skella á hljóðhimnu eyrans tekur hún að titra. Titringurinn berst svo áfram eftir smábeinunum til kuðungsins í innsta hluta eyrans. Örsmá bifhár í kuðungnum, hin eiginlegu skynfæri heyrnar, nema svo hreyfingar í grunnhimnu kuðungsins og senda boð upp til heila sem túlkar þau sem tiltekin hljóð.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.