Fara í innihald

Naomi Klein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Naomi Klein
Naomi Klein
Naomi Klein árið 2014.
Fædd: 8. maí 1970 (1970-05-08) (54 ára)
Montréal, Québec, Kanada
Starf/staða:Rithöfundur, blaðamaður, kvikmyndagerðarmaður, fyrirlesari
Þjóðerni:Kanadísk
Þekktasta verk:Þetta breytir öllu (2014)
No Logo (1999)
Maki/ar:Avi Lewis
Heimasíða:http://www.naomiklein.org/main

Naomi Klein (fædd 8. maí 1970) er kanadískur rithöfundur, aðgerðarsinni og kvikmyndagerðarkona sem er þekkt fyrir pólitíska greiningu sína og gagnrýni á kapítalisma, vörumerkjavæðingu og á hnattvæðingu í þágu fyrirtækja[1] Frá september 2018 hefur hún unnið á launum hjá styrktarsjóði Gloriu Steinem sem fyrirlesari í fjölmiðla-, menningar- og kvennafræði við Rutgers-háskóla.[2]

Klein varð þekkt á alþjóðavísu fyrir bókina No Logo (1999) og fyrir heimildarmyndina The Take (2004), sem hún skrifaði og eiginmaður hennar, Avi Lewis, leikstýrði. Í myndinni fjallaði Klein um verksmiðjur í Argentínu sem verkamenn höfðu tekið yfir og stýrðu sjálfir. Klein varð enn þekktari árið 2007 með útgáfu bókarinnar The Shock Doctrine, sem er gagnrýnin greining á sögu hagfræði í anda nýfrjálshyggju. Bókin var seinna gerð að sex mínútna langri stuttmynd af Alfonso og Jonás Cuarón[3] og síðar að heimildarmynd í fullri lengd af Michael Winterbottom.[4]

Árið 2014 gaf Klein út bókina Þetta breytir öllu: Kapítalisminn gegn loftslaginu, sem komst á metsölulista The New York Times og hlaut verðlaun úr styrktarsjóði Hilary Westons í flokki fræðibókmennta sama ár og hún kom út.[5] Árið 2016 hlaut Klein Sydney-friðarverðlaunin fyrir aðgerðir hennar í þágu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum.[6]

Klein birtist oft á alþjóðlegum og innlendum listum yfir áhrifamestu hugsuði samtímans. Árið 2014 birtist hún meðal annars á lista Gottlieb Duttweiler-stofnunarinnar yfir leiðandi hugsuði,[7] könnun tímaritsins Prospect um áhrifamestu hugsuðina[8] og lista tímaritsins Maclean's yfir áhrifamestu Kanadamennina.[9] Klein er stjórnarmeðlimur baráttuhópsins 350.org, sem berst fyrir heftingu á losun gróðurhúsalofttegunda.[10]

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Naomi Klein er fædd í Montréal í Québec og alin upp í fjölskyldu gyðinga. Foreldrar hennar lýstu sjálfum sér sem „hippum“ og fjölskylda hennar hafði lengi tekið þátt í aðgerðum í þágu friðarhyggju.[11] Foreldrar hennar höfðu flutt til Montréal frá Bandaríkjunum árið 1967 til þess að mótmæla Víetnamstríðinu.[12] Móðir hennar, heimildarmyndargerðarkonan Bonnie Sherr Klein, er þekkt fyrir kvikmyndina Not a Love Story, sem gagnrýndi klámiðnaðinn.[13] Faðir hennar, Michael Klein, er læknir og meðlimur samtakanna Physicians for Social Responsibility. Bróðir hennar, Seth Klein, er forstöðumaður bresk-kólumbískrar skrifstofu hugveitunnar Canadian Centre for Policy Alternatives.

Fences and Windows

[breyta | breyta frumkóða]
Klein flytur ræðu árið 2002.

Fences og Windows (2002) er safn af greinum og ræðum eftir Klein sem skrifaðar voru fyrir hönd andhnattvæðingarhreyfingarinnar. Allur ávinningur af bókinni fer til hagsmunastofnana aðgerðasinna í gegnum sérstakan styrktarsjóð.[14]

The Take (2004) er heimildarmynd sem Klein gerði í samstarfi við eiginmann sinn. Hún fjallar um verkamenn í verksmiðju í Argentínu sem tóku yfir lokað iðnaðarver og hófu framleiðslu á ný sem ein heild. Fyrsta sýning myndarinnar í Afríku var í Kennedy Road Shack-hverfinu í suður-afrísku borginni Durban, þar sem hústökuhreyfingin Abahlali baseMjondolo varð til.[15]

The Shock Doctrine

[breyta | breyta frumkóða]
Klein árið 2008 með pólsku útgáfuna af The Shock Doctrine.

Þriðja bók Klein, The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism, var gefin út þann 4. september árið 2007. Í bókinni færir Klein rök fyrir því að frjálsa markaðsstefnan sem Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman og Chicago-hagfræðingarnir stungu upp á hafi komist til valda í löndum eins og Síle á stjórnarárum Pinochets, Póllandi og í Rússlandi á stjórnarárum Jeltsíns. Bókin heldur því einnig fram að ýmis stefnumótunarverkefni (til dæmis einkavæðing í efnahagskerfi Íraks á stjórnartíð hernámsliðsins í kjölfar Íraksstríðsins) hafi verið þröngvað upp á ríki á meðan íbúar þeirra voru í losti vegna náttúruhamfara, samfélagsóeirða eða innrása. The Shock Doctrine varð metsölubók á heimsvísu, komst á metsölulista á The New York Times.[16] og var þýdd á 28 tungumál.

Listi yfir verk

[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Chris Nineham (október 2007). „The Shock Doctrine“ (enska). Socialist Review. Sótt 26. febrúar 2019.
  2. „Naomi Klein Named Rutgers' Inaugural Gloria Steinem Chair“ (enska). Rutgers Today. 12. september 2018. Sótt 26. febrúar 2019.
  3. „The Shock Doctrine: A film by Alfonso Cuaron and Naomi Klein“ (enska). The Guardian. 7. september 2007. Sótt 26. febrúar 2019.
  4. Sam Jones (28. ágúst 2009). „Naomi Klein disowns Winterbottom adaptation of Shock Doctrine“ (enska). The Guardian. Sótt 26. febrúar 2019.
  5. „2014 Prize Winner“ (enska). Hilary Weston Writers' Trust Prize for Nonfiction. 2014. Sótt 26. febrúar 2019.
  6. „Naomo Klein wins Sydney Peace Prize“ (enska). SBS News. 14. maí 2016. Sótt 26. febrúar 2019.
  7. „Thought Leaders 2014: the most influential thinkers“ (enska). Sótt 26. febrúar 2019.
  8. „World thinkers 2014: The results“ (enska). Prospect. Sótt 26. febrúar 2019.
  9. „The Maclean's 2014 Power List, Part 2“ (enska). Sótt 26. febrúar 2019.
  10. „Board of Directors“ (enska). 350.org. Sótt 26. febrúar 2019.
  11. Klein, Naomi. No Logo (2000: Vintage Canada), bls. 143-4.
  12. „Naomi Klein - The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism“ (enska). Sótt 26. febrúar 2019.
  13. „Biography of Bonnie Sherr Klein (*1941): Filmmaker, Author, Disability Rights Activist“ (enska). Library and Archives Canada. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. apríl 2010. Sótt 26. febrúar 2019.
  14. „Login to eResources, The University of Sydney Library“ (PDF) (enska). Sótt 26. febrúar 2019.
  15. Kim Phillips-Fein (10. maí 2005). „Seattle to Baghdad“ (enska). n+1. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. janúar 2008. Sótt 26. febrúar 2019.
  16. „NAOMI KLEIN“ (enska). Nation. Sótt 26. febrúar 2019.