Gloria Steinem
Gloria Steinem | |
---|---|
Fædd | Gloria Marie Steinem 25. mars 1934 |
Maki | David Bale (g. 2000; d. 2003) |
Undirskrift | |
Gloria Marie Steinem (/ˈstaɪnəm/; fædd 25. mars 1934) er bandarískur femínisti, blaðamaður og pólitískur aktívisti. Hún varð landsþekkt um Bandaríkin sem femínisti á 7. og 8. áratugunum[1][2][3].
Hún vann lengi sem dálkahöfundur hjá New York Magazine og síðar stofnaði hún tímaritið Ms. ásamt öðrum femínistum[3].
Árið 2005, stofnaði hún ásamt Jane Fonda og Robin Morgan, Women's Media Center, samtök sem vinna í því að gera konur sýnilegar og valdameiri í miðlum[4].
Frá maí 2018 hefur Steinem ferðast um heiminn sem viðburðaskipuleggjandi og fyrirlesari, ásamt því að vera talsmaður jafnréttismála í fjölmiðlum[5].
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Steinem fæddist 25. mars 1934 í Toledo, Ohio.[1]
Árið 1963, þegar hún var að skrifa grein fyrir tímaritið Show, þá vann hún sem Playboy kanína í Playboy klúbbnum í New York[6]. Greinin birtist síðar árið 1963, "Saga kanínunar", greinin snérist um hvernig komið var fram við konur á þessum klúbbum[7]. Steinem er stolt af vinnu sinni sem sýndi fram á óréttlátu vinnuaðstæður kvennanna, ásamt kynferðislegu kröfunum sem þær þurftu að uppfylla, sem var ekki löglegt[8]. Eftir útgáfu greinarinnar fékk hún ekki vinnu sem blaðamaður, í hennar eigin orðum, þá var hún orðin kanína - og það skipti ekki máli[8][9]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Gloria Steinem“. HistoryNet (bandarísk enska). Sótt 11. mars 2020.
- ↑ Library, C. N. N. „Gloria Steinem Fast Facts“. CNN. Sótt 11. mars 2020.
- ↑ 3,0 3,1 „Gloria Steinem | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 11. mars 2020.
- ↑ „New Season of "Women's Media Center Live with Robin Morgan"“. www.feminist.com. Sótt 11. mars 2020.
- ↑ „About — Gloria Steinem“. web.archive.org. 27. mars 2018. Afritað af uppruna á 27. mars 2018. Sótt 11. mars 2020.
- ↑ Kolhatkar, Sheelah (nóvember 2009). „Gloria Steinem“. The New York Observer. Sótt mars 2020.
- ↑ Steinem, Gloria (1963). A Bunny's Tale. Show.
- ↑ 8,0 8,1 Steinem, Gloria. I Was a Playboy Bunny.
- ↑ „For feminist Gloria Steinem, the fight continues“. MPR News. Sótt 11. mars 2020.