Naggrísir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Naggrís

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Nagdýr (Rodentia)
Undirættbálkur: Hystricomorpha
Ætt: Caviidae
Undirætt: Caviinae
Ættkvísl: Cavia
Tegund:
C. porcellus

Tvínefni
Cavia porcellus
(Linnaeus, 1758)
Samheiti

Mus porcellus
Cavia cobaya
Cavia anolaimae
Cavia cutleri
Cavia leucopyga
Cavia longipilis

Naggrísir (fræðiheiti: cavia porcellus) eru spendýr af ættbálki nagdýra.

Þeir eru ættaðir frá Suður-Ameríku, nánar tiltekið löndum í Andesfjöllum eins og Bólivíu, Perú og Ekvador. Þeir hafa verið notaðir til matar, í fórnir í trúarlegum athöfnum, sem tilraunadýr og á seinni árum sem gæludýr. Talið er að þeir hafi átt sögu með manninum allt frá því um 5000 árum fyrir Krist.

14 tegundir eru til af naggrísum en aðeins þrjár þeirra eru hafðar sem gæludýr: snögghærður, rósettur sem eru með síðari og úfnari feld og angóru. Meðallíftími er 4 - 8 ár. Þeir treysta mikið á lyktarskyn og heyrn en sjá ekki eins vel.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.