Úmbra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Náttúruleg úmbra

Úmbra er náttúrulegt leirlitaduft (pigment) sem inniheldur járn- og manganoxíð. Liturinn verður sterkari þegar hún er hituð og er þá kölluð brennd úmbra. Nafnið er úr latínu, umbra, sem merkir „skuggi“ og er dregið af nafni ítalska héraðsins Úmbríu þar sem litarefnið var fyrst unnið í stórum stíl. Úmbra finnst víða um heim og hefur verið notuð sem litarefni frá því á forsögulegum tíma.

Úmbra kemur fyrir í þremur litatónum: hrá úmbra, úmbra og brennd úmbra. Hrá úmbra er óunninn leir eins og hann kemur fyrir í náttúrunni. Úmbra er hreinsað litarefni. Brennd úmbra er hituð úmbra.

  • Brennd úmbra (Hex: #8A3324) (RGB: 138, 51, 36)
  • Hrá úmbra (Hex: #826644) (RGB: 130, 102, 68)
  • Úmbra (Hex: #635147) (RGB: 99, 81, 71)

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]