Litarefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Purpuralitur er litunarefni unnið úr slími sæsnigla.

Litarefni er efnasamband sem er notað til að breyta lit annars efnis eða yfirborðs. Litarefni eru notuð í blek, málningu, matarliti, fataliti og margt fleira. Litarefni skiptast í uppleysanleg litunarefni eða bæs, og óuppleysanlegt litaduft (pigment). Þau greinast líka í náttúruleg og tilbúin litarefni, og lífræn (úr jurta- eða dýraríkinu) og ólífræn (steinefni) litarefni. Litarefni koma oft fyrir sem vökvi þar sem búið er að blanda litinn saman við tiltekið leysiefni, oft með ýruefnum, fylliefnum og bindiefnum, eftir því hvernig á að nota litinn. Stundum þarf að bera litfesti á fyrir litun til að litarefnin dofni ekki og hverfi.

Dæmi um náttúruleg lífræn litunarefni eru kúrkúmín, karmín, purpuralitur og indigó. Dæmi um náttúruleg ólífræn pigment eru okkur, últramarín, malakít og úmbra. Dæmi um tilbúin litunarefni eru indúlín og saffranín, og dæmi um tilbúin pigment eru kóbaltblár og kóngablár.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.