Maltneska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maltneska
Malti
Málsvæði Malta
Heimshluti Miðjarðarhafið
Fjöldi málhafa 522.000
Ætt Afró-asísk

 Semísk
  Miðsemísk
   Arabísk
    maltneska

Skrifletur Latneskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Fáni Möltu Malta
Tungumálakóðar
ISO 639-1 mt
ISO 639-2 mlt
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Maltneska (Malti) er þjóðartungumál Möltu og opinbert tungumál Evrópusambandsins. Hún er töluð í Möltu, Kanada, Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Gíbraltar. Um það bil 522.000 manns tala maltnesku.[1] Maltneska er semískt mál og eina málið í þeirri ætt sem er viðurkennt innan Evrópusambandsins. Maltneska á uppruna sinn í mállýsku arabísku sem var töluð á Sikiley. Því heyrir maltneska til arabískra mála og telst sérstakt tilbrigði sem hefur þróast á sjálfstæðan hátt á síðustu 800 árum.

Maltneska hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá ítölsku og öðrum indóevrópskum málum. Um það bil helmingur orðaforðans á rætur sínar að rekja til sikileysku og ítölsku, og talið er að tökuorð úr ensku svari til 6% til 20% af orðaforðanum. Upprunalegi arabíski stofninn svarar til um 30% orðaforðans og nær yfir grundvallarorð og smáorð.

Maltneska hefur alltaf verið skrifuð með latneska stafrófinu og er einstætt meðal semískra mála að því leyti. Elsti textinn á maltnesku er frá miðöldum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.