1551
Útlit
(Endurbeint frá MDLI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1551 (MDLI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 25. janúar - Norðlenskir vermenn á Suðurnesjum drápu Kristján skrifara og þrettán aðra menn á Kirkjubóli á Miðnesi.
- Júlí - Danskt herskip kom í Eyjafjörð. Hermennirnir ríða til Hóla, leggja hald á það fémæti sem eftir er og láta höfðingja sverja konungi hollustueiða.
- Dauðadómur kveðinn upp yfir Jóni Arasyni á Oddeyri, ári eftir að hann var líflátinn.
- Otti Stígsson kom til landsins öðru sinni sem hirðstjóri. Eggert Hannesson tók svo við hirðstjóraembættinu þegar Otti fór úr landi um haustið.
- 16. október - Ólafur Hjaltason var útnefndur biskup í Hólabiskupsdæmi.
Fædd
Dáin
Opinberar aftökur
- Jón Kenriksson, bóndi á Kirkjubóli og húsmaður hans, Hallur á Sandkoti, voru dæmdir til dauða. Otti Stígsson lét handtaka þá tvo og var ætlunin að flytja þá til aftöku á Alþingi, en þar sem ferðin varð átakasöm voru þeir hálshöggnir við Straum. „Höfuðin voru fest á stangir, en bolirnir á hjóli sundur slitnir, og sá til merkis meir en 20 eður 30 ár“ segir í Grímsstaðaannáll.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Júlí - Tyrkneskir og norður-afrískir sjóræningjar hernámu Miðjarðarhafseyjuna Gozo, sem tilheyrir Möltu, hertóku alla íbúa hennar (5-6000 talsins) og fluttu þá til Líbýu.
- Háskólar stofnaðir í Lima í Perú og í Mexíkóborg.
Fædd
- Boris Godunov Rússakeisari (d. 1605) (sennilega).
- 21. mars - María Anna af Bæjaralandi, erkihertogaynja af Austurríki (d. 1608).
- 19. september - Hinrik 3., Frakkakonungur (d. 1589).
- 9. nóvember - William Camden, enskur sagnaritari (d. 1623).
Dáin
- 26. ágúst – Margrét Leijonhufvud Svíadrottning (f. 1516).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, þá ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.