1509
Útlit
(Endurbeint frá MDIX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1509 (MDIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Sigmundsson varð lögmaður norðan lands og vestan.
- Halldór Ormsson lagði niður ábótastarf í Helgafellsklaustri.
Fædd
Dáin
- Narfi Jónsson, ábóti í Þykkvabæjarklaustri og áður príor í Skriðuklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 3. febrúar - Sjóorrustan við Diu. Francisco de Almeida sigraði sameinaðan sjóher Egypta, araba og Indverja. Portúgalir urðu eftir þetta einráðir á vestanverðu Indlandshafi.
- 22. apríl - Hinrik 8. varð konungur Englands við lát föður síns Hinriks VII.
- 27. apríl - Júlíus II páfi setti Feneyjar í bann þar sem Feneyingar höfðu hafnað því að láta hluta Romagna-héraðs í hendur páfastóls.
- 11. júní - Hinrik 8. Englandskonungur gekk að eiga Katrínu af Aragon, sem áður hafði verið gift Arthúr bróður hans.
- 10. september - Jarðskjálfti í Istanbúl. 109 moskur hrundu og talið er að 10.000 manns hafi farist.
- Erasmus frá Rotterdam gaf út þekktasta verk sitt, Lof heimskunnar.
- Peter Henlein í Nürnberg í Þýskalandi smíðaði elsta þekkta vasaúrið.
Fædd
- 10. júlí - Jóhann Kalvín, guðfræðingur mótmælendahreyfingarinnar (d. 1564).
- Edward Seymour, hertogi af Somerset (d. 1552).
Dáin
- 21. apríl - Hinrik 7., konungur Englands (f. 1457).
- 29. júní - Lafði Margrét Beaufort, móðir Hinriks 7. Englandskonungs (f. 1443).
- 25. október - Jóhann 2. Portúgalskonungur (f. 1455).