1499
Útlit
(Endurbeint frá MCDXCIX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1499 (MCDXCIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Þorvarður Erlendsson varð lögmaður sunnan og austan.
- Benedikt Hersten varð hirðstjóri.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 8. janúar - Loðvík 12. Frakkakonungur giftist Önnu af Bretagne, ekkju forvera síns, Karls 8.
- 28. júlí - Fyrri orrustan við Lepanto: Tyrkneski sjóherinn vann öruggan sigur á flota Feneyinga.
- 18. september - Vasco da Gama sneri aftur til Lissabon úr fyrstu siglingunni til Indlands.
- 22. september - Maximilían 1. keisari hins Heilaga rómverska ríkis, neyddist til að viðurkenna de facto sjálfstæði Svisslendinga.
- 28. nóvember - Játvarður jarl af Warwick var tekinn af lífi, að sögn fyrir að hafa reynt að flýja úr Tower of London.
- Franskur her undir stjórn Loðvíks 12. tók Mílanó og hrakti Ludovico Sforza hertoga á burt.
- Svartfjallaland, síðasta frjálsa konungsríkið á Balkanskaga, fellur í hendur Ottómana.
Fædd
- 29. janúar - Katharina von Bora , eiginkona Marteins Lúthers (d. 1552).
- 14. október - Claude af Bretagne, drottning Frakklands (d. 1524).
- 31. mars - Píus IV páfi (d. 1565).
- 3. september - Diane de Poitiers, hjákona Hinriks 2. Frakkakonungs (d. 1566).
Dáin
- 1. október - Marsilio Ficino, ítalskur heimspekingur (f. 1433).
- 28. nóvember - Játvarður jarl af Warwick, bróðursonur Játvarðar konungs 4. og Ríkharðs 3. og síðasti karlmaðurinn af York-ætt.
- John Cabot (Giovanni Caboto), ítalskur landkönnuður (f. um 1450).