1385
Útlit
(Endurbeint frá MCCCLXXXV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1385 (MCCCLXXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 25. desember - Eiríkur Guðmundsson og Guðmundur Ormsson fóru að Þórði Jónssyni góðamanni á jólanótt og drápu hann.
- Halastjarna sást á Íslandi.
- Skip sem Björn Einarsson Jórsalafari var á ásamt fleirum hraktist til Grænlands á leið frá Noregi og var teppt þar í tvö ár.
- Mikael biskup kom til Íslands þetta ár eða 1383 og varð biskup í Skálholti.
- Þorgils ábóti í Munkaþverárklaustri var settur af og Hallur, sem verið hafði munkur í Þingeyraklaustri, vígður í hans stað.
- Sveinbjörn Sveinsson var vígður ábóti í Þingeyraklaustri.
Fædd
Dáin
- 25. desember - Þórður Jónsson helgi (Þórður góðimaður).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 17. júlí - Karl 6. Frakkakonungur gekk að eiga Ísabellu af Bæjaralandi.
- 14. ágúst - Orrustan við Aljubarrota: Jóhann af Avis vann sigur á Jóhanni 1. Kastilíukonungi og tryggði þar með sjálfstæði Portúgals. Hann var síðan krýndur konungur Portúgals sem Jóhann 1.
Fædd
- (líklega) Jan van Eyck, flæmskur málari (d. 1441).
Dáin
- 28. júní - Andronikos 4. Palaiologos, meðkeisari í Býsansríkinu.
- 7. ágúst - Jóhanna af Kent, kona Játvarðar svarta prins (f. 1328).