Sveinbjörn Sveinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sveinbjörn Sveinsson (d. 1402) var ábóti í Þingeyraklaustri frá 1384 og tók við eftir lát Gunnsteins ábóta. Hann er sagður hafa verið sonur Sveins álfdælska Ólafssonar. Þingeyraklaustur auðgaðist töluvert á dögum Sveinbjarnar, meðal annars með próventusamningum sem auðugir einstaklingar gerðu við klaustrið.

Talið er að Sveinbjörn ábóti hafi dáið í Svarta dauða 1402, enda er sagt að aðeins einn munkur hafi lifað af í klaustrinu eftir pláguna. Eftirmaður hans var líklega Ásbjörn Vigfússon.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Þingeyraklaustur". Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 8. árgangur, 1887“.
  • „„Þingeyraklaustur". Sunnudagsblaðið, 20. mars 1966“.