Fara í innihald

Lægðin mikla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Landslag á svæðinu.

Lægðin mikla ( enska: The Great Basin) er stór lægð og náttúrulegt vatnssöfnunarsvæði í vesturhluta Bandaríkjanna. Hún er á milli Wasatch-fjalla í austri og Sierra Nevada og Fossafjalla í vestri og nær yfir 543.900 ferkílómetra svæði. Svæðið þekur mestallt Nevada, helming Utah, dágóðan hluta af Kaliforníu og Oregon og smærri hluta Idaho, Wyoming og Mexíkó. Lægðin myndaðist fyrir u.þ.b. 2 miljónum ára, þegar setlög lyftust og sukku við flekahreyfingar.[1] Stærstu borgir innan lægðarinnar eru Salt Lake City og Reno.

Stærri vötn á svæðinu eru Stóra-Saltvatn, Tahoe-vatn, Pyramid-vatn og Humboldt Sink. Stærsta fljót svæðisins er Bjarnarfljót (Bear River) eða 560 km löng. Annað stórt fljót er Humbolt-fljót. Svæðið er mjög þurrt nema til fjalla og flestöll úrkoma sígur niður í jarðveginn. Ár og lækir falla til þess en ekki til sjávar.

Meðal spendýra á svæðinu eru fjallaljón, sléttuúlfur og múlhjörtur. Sjaldséðari dýr eru stórhyrningur og vapítihjörtur. Minni spendýr eins og rottutegundir og kanínur finnast einnig. Svo má nefna eðlur, snáka og höggorma. Skógar fyrirfinnast á hálendari svæðum og má nefna broddfuru og einistegundir (juniperus).

Þjóðgarðar innan lægðarinnar eru: Great Basin-þjóðgarðurinn, Death Valley-þjóðgarðurinn og Joshua Tree-þjóðgarðurinn. Önnur vernduð svæði og national monument eru einnig til staðar.

Fyrirmynd greinarinnar var „Great Basin“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. feb. 2017.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Lægðin mikla Ferðaheimur. Skoðað 8. febrúar, 2017.