Fara í innihald

Tahoe-vatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tahoe úr gervihnetti.
Skógur við vatnið.

Tahoe-vatn (enska: Lake Tahoe, Washo-tungumál: Dáʔaw sem þýðir Vatnið) er stærsta fjallavatn N-Ameríku (490 km2) og það næstdýpsta (501 m.). Það er í um 1.900 metra hæð í Sierra Nevada-fjöllum milli Kaliforníu og Nevada. Tahoe er vinsæll ferðamannastaður. Þar eru t.d. skíðasvæði, bátaferðir, vatnaíþróttir, gönguferðir, fjallahjólreiðar og spilavíti Nevada-megin. Carson City höfuðborg Nevada er um 10 austan við vatnið.