Fara í innihald

Great Basin-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Wheeler Peak.
Broddfurur.

Great Basin-þjóðgarðurinn (enska: Great Basin National Park) er þjóðgarður í Nevada í Bandaríkjunum, nálægt landamærum Utah, um 470 km norður af Las Vegas. Hann var stofnaður árið 1986 og ber nafnið frá Lægðinni miklu, þurru og fjalllendu svæði. Warren G. Harding, forseti verndaði hellana Lehman Caves sem national monument árið 1922. Á svæðinu eru lundir með broddfurutegundinni pinus longaeva sem verður með elstu trjám heims. En árið 1964 var tré fellt af misgáningi sem var að minnsta kosti 5000 ára gamalt. Hvítþinur, blágreni, gulfura og nöturösp vaxa einnig á svæðinu. Wheeler Peak (3982 m.) er hæsti punktur svæðisins. Ferðamannamiðstöðin The Great Basin Visitor Center er í bænum Baker.

Fyrirmynd greinarinnar var „Great Basin National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. des. 2016.