Fara í innihald

Pétur postuli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lykla-Pétur)
Pétur postuli krossfestur

Pétur, einnig þekktur sem Pétur postuli, Símon Pétur og Kefas var einn af 12 lærisveinum Jesú. Um hann er fjallað í guðspjöllunum og í Postulasögunni í Nýja testamenti Biblíunnar. Pétur var fiskimaður í Galíleu og veiddi í Galíleuvatni áður en hann fór að fylgja Jesú. Hann er talinn hafa verið fyrsti páfi kaþólsku kirkjunnar. Hann var krossfestur í ofsóknum Nerós keisara rómverska ríkisins á hendur kristnum mönnum í Róm 64 eða 67 e.Kr. og var höfuð hans látið snúa niður. Því hefur verið haldið fram að aftökustaðurinn hafi verið þar sem Péturskirkjan stendur nú.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.