Fara í innihald

Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar stúlkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leiðarvísir í ástamálum: II. fyrir ungar stúlkur

Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar stúlkur er bæklingur eftir Jónínu Sigríði Jónsdóttur sem var upprunalega gefinn út af Nýja Bókafélaginu árið 1922 og prentaður af Félagsprentsmiðjunni, og svo endurútgefinn 15. september 2005 af Project Gutenberg, enda þá ekki lengur vernduð af höfundarétti, Jóhannes Birgir Jensson sá um þá útgáfu.

Í bæklingnum kemur fram hvernig konur eiga að haga sér til að vinna sér hylli karlmanna. Honum er skipt í fimmtán hluta, þar af einn inngang, níu um það hvernig konan á að haga ýmsu í fasi sínu, t.d. göngulagi sínu og klæðaburð og fimm aðra hluta sem fást við gjafir, ókosti þess að hafa ástina að leiksoppi (lauslæti), að velja sér maka, hvenær konan megi ganga í hjónaband og hvernig góð eiginkona eigi að haga sér.

Bæklingurinn var gefinn út á sama tíma og annar fyrir karlmennina, Leiðarvísir í ástamálum I. karlmenn af ástmanni Jónínu.

Hvað er það, sem gerir konur yndislegar í augum karlmanna?

[breyta | breyta frumkóða]

Í þessum hluta sem er inngangur bæklingsins kemur fram tilgangur hans sem er „að reyna að benda ungum og gömlum kynsystrum mínum á ýmislegt það, er verða mætti þeim til leiðbeiningar í umgengni og samlífi við karlmenn, og einkum hvernig þær eiga að hegða sér og haga til þess að verða yndislegar í þeirra augum.“, seinna í honum er svarað þeirri spurningu sem sett er fram í titli hans: „Það [...] er blíða hennar og yndisþokki, háttprýði hennar í allri framkomu, bros hennar, augnatillit og málrómur, fótatak og allar hreyfingar, ást hennar og næmur skilningur á öllu því göfgasta í tilverunni, fórnfýsi hennar og sjálfsafneitun, sem glöggast kemur fram hjá mæðrum við börn þeirra.“.

Í þessum hluta kemur það m.a. fram að kona skuli vanda rödd sína og orðaval og að „falleg rödd og ljót orð [eigi] ekki saman“.

Í þessum hluta kemur það m.a. fram að „hið þögla mál augnanna“ sé öllum elskendum mikilvægt, en það skuli varast að nota það á þá sem konan þekkir ekki, því að augnadaður sé ljótt og „ósiðsemis-einkenni“. Einnig kemur fram að á götum úti skal konan ávallt líta djarflega framan í karlmenn en hún megi ekki brosa framan í þá.

Í þessum hluta kemur m.a. fram að brosið sé mikilvægt tól en forðast skuli að ofnota það, sérstaklega er varað við hinu „reykvíkska veiðibros[i]“ sem „algengt [sé] á vorum dögum“.

Í þessum hluta kemur m.a. fram að handatakið hafi mikla þýðingu í samskiptum kynjanna og að mikið sé hægt að vita um menn útfrá handataki þeirra, einnig kemur fram að „ef þú vilt láta karlmann finna ylinn frá hjarta þínu, þá skaltu þrýsta hönd hans hlýlega og til þess að gera handtakið enn áhrifameira, líta í augu hans um leið“.

Göngulagið

[breyta | breyta frumkóða]

Í þessum hluta kemur m.a. fram að vanda beri göngulag sitt, kona skuli „ganga stilt og rólega með jöfnum skrefum og samstiga þeim sem [hún] gengur með, [og vingsa] höndunum eigi mikið, því þú getur [hún] barið náunga [sinn] á götunni, ef fjölmennt er úti“.

Að lita andlitið

[breyta | breyta frumkóða]

Í þessum hluta er andlitslitun útskýrð sem eitthvað sem konur gera til að „sýnast fallegri en þær eru í raun og veru“, og megi aldrei nokkurtíman grípa til þess þar sem „andlit þitt er svo fallegt frá skaparans hendi--þó að þú sért óánægð með það--að þú getur eigi gert það fallegra með gervilitum“, „Lauslætiskonan--sem er litljót--á að hafa einkarétt til að ‚smínka‘ sig.“.

Í þessum hluta kemur m.a. fram að ilmvötn megi nota en í hófi, aldrei skal þó nota hárlit.

Klæðaburður og þrifnaður

[breyta | breyta frumkóða]

Í þessum hluta kemur m.a. fram að konan skuli aldrei vera í óhreinum fötum þar sem „óþrifin kona er andstygð siðaðra manna“, einnig skal ekki ganga í rifnum fötum þar sem það er „hirðuleysiseinkenni“. Þar að auki skal konan passa að vera hvorki í fötum sém séu og lítil eða stór og að vera ekki í of stuttu pilsi, þetta á sérstaklega við giftar konur en það þykir ákvaflega óviðeigand þær séu í of stuttum pilsum. Að lokum skulu konur passa sig að ganga ekki í „hælaháum stígvélum“ þar sem „þau skekkja og afskræma líkama [þeirra]“.

Um hirðu líkamans er það sagt að það sé mjög hollt að stunda reglulegar íþróttaæfingar, en við þær verður líkaminn „fegurri og styrkari, hreyfingarnar mýkri og augað gleggra“, einnig skal konan passa sig á að þvo sér um hárið minnst einu sinni í mánuði og hirða vel um neglur sínar með því að „klippa þær með beittum skærum (en eigi naga þær með tönnunum), og jafna síðan með naglaþjöl“. Að lokum skal konan hirða vel um tennur sínar því „andramar konur er ekkert spaug að kyssa“.

Ýmislegt um framkomu

[breyta | breyta frumkóða]

Í þessum hluta kemur m.a. fram að á „öllum samkomum og opinberum stöðum eiga konur að sýna einlæga kurteisi og forðast alla uppgerð og hégóma“, hún skuli einnig eigi gauma sig af verkum sínum eða menntun eða að „þessi eða hinn sé ástfanginn og elti sig á röndum“. Einnig skuli hún aldrei hallmæla kynsystrum sínum í áheyrn karlmanna eða bera slúðursögur, hún skuli eigi vera forvitin og skuli ekki spurja um það sem henni varðar ekki um, einnig skulu hún aldrei biðja karlmann að gefa sér sælgæti.

Um vímuefni er það sagt að það sé ljótt þegar konur reykja og neyta áfengis í samkvæmum eða á veitingahúsum, það sæmir einnig eigi konum „að kaupa tóbak í búðum og áfengi getur engin kona verið þekt fyrir að kaupa“.

Í þessum hluta kemur m.a. fram að konan skuli aldrei þiggja gjöf frá karlmanni sem henni sé lítt kunnugur, nema hann sé skyldur henni, slíkt sé að gefa honum of mikið undir fótinn. Hún skal einnig aldrei gefa ljósmyndir af sér nema frændfólki og bestu vinum.

Að hafa ástina að leiksoppi

[breyta | breyta frumkóða]

Í þessum hluta kemur m.a. fram að að lauslæti sé „illgresi í blómgarði ástarinnar“, konan skuli eigi stunda það ef hún vilji „verða hamingjusöm í lífinu og landi [sínu] og þjóð [...] til gagns og sóma“.

Að velja maka

[breyta | breyta frumkóða]

Hvenær mega konur ganga í hjónaband?

[breyta | breyta frumkóða]

Í þessum hluta kemur fram að kona skuli eigi ganga í hjónaband fyrr en unnusti hennar getur aflað henni lífvænlegra tekna og fjár til bústofnunarinnar sem þarf til að byrja búskapinn skuldlaus.

Góð eiginkona

[breyta | breyta frumkóða]