Veisla
Útlit
(Endurbeint frá Samkvæmi)
Veisla, teiti, samkvæmi eða gleðskapur (líka partí eða partý) er mannfögnuður sem getur verið af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum. Orðið á við um mannfagnaði þar sem lítill hópur fólks kemur saman til að skemmta sér á litlu afmörkuðu svæði, ólíkt hátíð þar sem mannfjöldi kemur saman af einhverju tilefni.
Dæmi um veislur eru til dæmis afmælisveislur, skírnarveislur, matarboð, kveðjuveislur og erfidrykkjur.