Lýsuhóll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lýsuhóll er bær í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á Lýsuhóli er jarðhiti og þar er starfræktur skóli og félagsheimili. Sundlaug er hituð er upp með heitu ölkelduvatni sem þar rennur upp. Borað var eftir vatni þar árin 1946 og 1963 og hefur ölkelduvatnið á Lýsuhóli verið sett í sölu á almennum markaði í neytendaumbúðum. Jarðhitinn, laugin og ölkelduvatnið eru þekkt frá fornu fari og langt síðan að laugin var fyrst notuð til baða. Var þá byggt yfir hana baðhús sem nú er löngu horfið, en þróin þar sem baðkerið var sést þar enn. Gamla laugin og kalkútfellingar þar hjá eru á náttúruminjaskrá, ásamt hallamýri ofan þeirra, hvar er óvenjulegt gróðurfar og sjaldséðar jurtir. Fjöllin fyrir ofan Lýsuhól eru nokkuð sérstök, mjög brött og gerð úr djúpbergi. Í Lýsuhyrnu er gabbró og granófýr og úr gígum uppi í Þorgeirsfelli og Ánahyrnu hafa runnið Hraunsmúlahraun og Bláfeldarhraun.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.