Félagsheimili

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Félagsheimili er samkomustaður fyrir félaga í tilteknu samfélagi, oft íbúa í byggðalagi. Árið 1981 voru 173 félagsheimili á Íslandi í 134 bæjar- og sveitarfélögum. Elstu félagsheimilin voru hús ungtemplara og ungmennafélaga. Oft eru það samtök ýmissa félaga sem standa að byggingu og rekstri félagsheimila og hafa aðstöðu þar. Félagsheimilasjóður styrkir byggingu félagsheimila.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]