Baðhús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úr Gellert Spa í Búdapest.

Baðhús, böð eða spa er hús þar sem almenningur getur baðað sig, venjulega með því að greiða aðgangseyri. Sundlaugar eru ein tegund baðhúsa, en til eru margar ólíkar tegundir slíkra stofnana og ólíkar hefðir sem þeim tengjast um allan heim. Dæmi um ólíkar hefðir í tengslum við baðhús eru rómversk böð (thermae), tyrknesk baðhús (hammam) og norræn gufuböð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.