Gabbró

Gabbró er basískt djúpberg og tilheyrir storkubergi.
Lýsing[breyta | breyta frumkóða]
Það hefur sömu efnasamsetningu og basaltgler (sem oft ummyndast í móberg), blágrýti og grágrýti en kæling þess við myndun hefur verið hægari. Gabbró er grófkristallað vegna þess að það storknar djúpt í jörðinni og kristallarnir hafa nægan tíma til að vaxa.
Steindir[breyta | breyta frumkóða]
Helstu steindir í gabbrói eru blanda af kalsíum-og natríumfeldspati og frumsteindirnar eru dökkar nema feldspatið.
Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]
Gabbrósteinn úr Hoffelli í Hornafirði er á útveggjum lágbyggingar og súlum hábyggingar húss Seðlabanka Íslands við Sölvhólsgötu. Nokkur fjöll á Íslandi eru úr gabbrói: Vestrahorn, Eystrahorn, Þorgeirshyrna og Kolgrafamúli á Snæfellsnesi. Finna má lagskipt gabbró í Múlarnesi yst á Kjalarnesi.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- „Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?“ á Vísindavefnum
- Fyrirmynd greinarinnar var „Gabbro“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. febrúar 2006.
- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
- Þorleifur Einarsson (1994) Myndun og mótun lands: Jarðfræði. ISBN 9979-3-0263-1
Tegundir
storkubergs
| |||
---|---|---|---|
Tegund | Basískt < 52% SiO2 | Ísúrt 52-65% SiO2 | Súrt >65% SiO2 |
Gosberg: | Basalt | Andesít • Íslandít | Ríólít |
Gangberg: | Dólerít | Granófýr | |
Djúpberg: | Gabbró | Díórít | Granít |