Umbúðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Töflur í pakka sem var sjálfur í kartoni úr pappa.

Umbúðir eða pökkun er það sem er notað til að umlykja og vernda vörur svo að þær geti verið fluttar tryggilega. Umbúðir vernda vöru í skiptum, geymslu, sölu og notkun. Þær þurfa að verið hannaðar til að uppfylla þarfir vörunnar og merkingar eru mikilvægir þegar maður er að hanna umbúðir. Merkingar eiga oft að fara eftir staðbundnum lögum.

Tilgangar[breyta | breyta frumkóða]

Umbúðir gegna margvíslegum tilgangi:

  • Til að vernda vöru líkamlega frá áfalli, titringi, samþjöppun, hita, o.s.frv.
  • Til að vernda vöru líffræðilega frá súrefni, loftraka, ryki, örverum, o.s.frv.
  • Til að innihalda vöru eins og vökva og kornótt efni (til dæmis púður eða kornóttan mat)
  • Til að miðla upplýsingum til viðskiptavina, eins og upplýsingum um innihald, notkun, endurvinnslu og losun vörunnar. Sumar upplýsingar eiga lögum samkvæmt að koma fram á umbúðum vörunnar
  • Til að markaðssetja vöru og hvetja viðskiptavini til að kaupa vöruna
  • Til að geyma vöruna tryggilega og minnka fikt
  • Til að gera meðhöndlun vörunnar þægilega

Tákn oft á umbúðum[breyta | breyta frumkóða]

Það eru oft mörg tákn og upplýsingar á umbúðum. Til dæmis eru strikamerki, UPC-númer, vörumerki, upplýsingar um endurvinnslu, upplýsingar um næringu fyrir matavörur og upplýsingar um flutning öll yfirleitt á umbúðum.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.