Kákasusgreni
Kákasusgreni | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Villt kákasusgreni.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Picea orientalis (L.) Link | ||||||||||||||
Útbreiðsla kákasusgrenis
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Kákasusgreni, fræðiheiti Picea orientalis[3] er grenitegund ættuð frá Kákasus og aðliggjandi svæði í norðaustur Tyrklandi.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Þetta er stórt sígrænt barrtré, að 30 til 45 metra hátt (einstaka sinnum að 57 metrum), með stofnþvermál að 1.5 meter (einstaka sinnum að 4 metrar). Kákasusgreni finnst einnig í norður Íran, en þar hefur útbreiðslan dregist saman vegna skógareyðingar.
Sprotarnir eru dauf gulbrúnir, og nokkuð hærðir. Barrið er nálarlaga, það stysta á nokkru greni, 6 til 8 mm langt, tígullaga í þversniði, dökkgrænt með óáberandi loftaugarásum. Könglarnir eru mjó-sívalir til keilulaga, 5 til 9 sm langir og 1.5 sm breiðir, rauðir til purpuralitir óþroskaðir og verða við þroska dökkbrúnir (5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun), og eru með stífar, mjúkávalar hreisturblöðkur.
-
Köngull Picea orientalis
-
Grein með barri
-
Karlkyns könglar P.o. var 'aurea'
Þetta er vinsælt prýðistré í stórum görðum, vel metið í Norður Evrópu og Bandaríkjunum vegna aðlaðandi barrs og hæfileika til að vaxa í margskonar jarðvegi. Það er einnig ræktað í litlum mæli í skógrækt sem jólatré, fyrir timbur og pappírs framleiðslu, þó að hægari vöxtur miðað við rauðgreni dragi úr mikilvægi þess utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis þess. Þessi tegund hefur fengið Royal Horticultural Society's Award of Garden Merit.[4] Algengt skrautafbrigði þess er Picea orientalis 'Aureospicata', sem er með gylltan lit á nýju barri að vori.
Ræktun á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Stæðilegt kákasusgreni er í Grasagarði Reykjavíkur og annað smærra. Lítið eitt er til af því annarsstaðar á landinu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Conifer Specialist Group (1998). „Picea orientalis“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.
- ↑ „Kákasusgreni“. The Plant List. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 október 2018. Sótt 27. mars 2015.
- ↑ „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
- ↑ „RHS Plant Selector - Picea orientalis“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 apríl 2014. Sótt 30. júní 2013.
Auður I. Ottesen (2006). Barrtré á Íslandi. Sumarhúsið og garðurinn. bls. 100. ISBN 9979-70-025-4.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Gymnosperm Database Geymt 18 maí 2006 í Wayback Machine
- Picea orientalis - lýsing, verndunarstaða, og fleiri upplýsingar. European Forest Genetic Resources Programme (EUFORGEN)