Þallarætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pinaceae)
Þallarætt
Larix (gullið), Abies (miðja fyrir framan) and Pinus (hægri fyrir framan)
Larix (gullið), Abies (miðja fyrir framan) and Pinus (hægri fyrir framan)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Yfirfylking: Fræplöntur (Spermatophyta)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
(óraðað): Berfrævingar (Gymnosperm)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvíslir (fj. tegunda)

Subfamily Pinoideae

Subfamily Piceoideae

Subfamily Laricoideae

Subfamily Abietoideae

Þallarætt eða furuætt (fræðiheiti: Pinaceae) eru tré eða runnar, þar á meðal mörg þekkt og efnahagslega mikilvæg barrtré, svo sem sedrus, furur, þallir, lerki, greni og þinir. Ættin er talin til ættbálksins Pinales, áður þekktur sem Coniferales. Pinaceae eru studd sem monophyletic af próteingerð "sieve cell" plastíða, munstur "proembryogeny", og skorti á bíoflavóníðum. Þau eru stærsta núlifandi barrtrjáaættin í tegundafjölda, með á milli 220 og 250 tegundir (fer eftir grasafræðilegu áliti) í 11 ættkvíslum,[1] og næst stærst (á eftir Cupressaceae) í útbreiðslu, finnast á mestöllu norðurhveli, með meginhluta tegundanna í tempruðu loftslagi, en eru frá tempruðu heimskautaloftslagi til hitabeltis. Ættin myndar oft ríkjandi hluta strand-, fjalla- og barr-skóga. Ein tegund, Pinus merkusii, vex rétt suður af miðbaugi í suðaustur Asíu.[2] Miðpunktar tegundafjölbreitni eru í fjöllum suðvestur Kína, Mexíkó, mið Japan, og Kalifornía.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Furuskógur í Vagamon, Suður vestur Ghats, Kerala (Indland)i

Meðlimir ættarinnar Pinaceae eru tré (sjaldan runnar) frá 2 til 100 metra há, oftast sígræn (nema lauffellandi Larix og Pseudolarix), kvoðukennd, "monoecious", með næstum gagnstæðum eða kransstæðum greinum, og spíralstætt, nálarlaga barr.[1] Kím Pinaceae eru með 3 til 24 kímblöð.

Kvenkyns blómin eru yfirleitt stór og trékennd, 2 til 60 sm löng, með fjölda spíralstæðra köngulblöðkur, og tvö vængjuð fræ á hverri köngulblöðku. Karblómin eru smá, 0.5 til 6.0 sm löng, og falla fljótlega eftir frjófall; frjódreifing er með vindi. Frædreifing er mestmegnis með vindi, en sumar tegundir hafa stór fræ með lítt vöxnum vængi, og er dreift með fuglum. Greining á Pinaceae könglum sýnir hvernig valþrýstingur hefur formað þróun breytilegrar köngulstærðar og virkni í ættinni. Breytileiki á köngulstærð í ættinni hefur líklega komið vegna breytilegra frædreifinamöguleika í umhverfi þeirra í gegn um tímann. Allar Pinaceae með fræ sem vigta minna en 90 mg virðast vera aðlöguð að vinddreifingu. Furur með fræ þyngri en 100 mg eru líklegri til að hafa hagnast af dreifingu með dýrum, sérstaklega fuglum.[3] Pinaceae þar sem (trjá)íkornar eru algengir virðast ekki hafa þróað eiginleika fyrir dreifingu með fuglum.

Barrskógatré eru með margvíslega aðlögun að vetri. Mjókeilulaga króna norðlægra barrtrjáa, og niðursvigðar greinar hjálpa þeim að hrista af sér snó, og margar breyta efnainnihaldi sínu til að auka frostþol sitt, kallað "herðing".

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Flokkun á undirættum og ættkvíslum Pinaceae hefur verið umdeild. Vistfræði, formgerð og saga Pinaceae hhefur allt verið notað sem grunnur fyrir aðferðarfræði greiningar á ættinni. Grein gefin út 1891 skifti ættinni í tvær undirættir, með því að nota fjölda og stöðu kvoðurása í aðalæðum unga stólparóta sem aðalviðmið. Í grein 1910 var ættinni skipt í tvær undirættir, byggt á tíðni og tegund langs-stutts sprota "dimorphism". Nýlegri flokkun skiptir í undirættir og ættkvíslir eftir byggingu köngla meðal núverandi og útdauðra (steingervinga) meðlima ættarinnar. Að neðan er sýnt hvernig formgerð hefur verið notuð til að flokka Pinaceae. Hinar 11 ættkvíslir eru hópaðar saman í fjórar undirættir, byggt á formgerð köngla, fræja og blaða:[4]

  • Subfamily Pinoideae (Pinus): Könglar eru tvíærir, sjaldan þríærir, með ársvöxt köngulskeljanna greinilegan, myndar "an umbo" á hverri köngulskel, grunnur (neðst) köngulskeljanna er breiður, felur fræin að fullu að neðan, fræin eru án kvoðubóla, frævængurinn krækist utan um fræið, blöðin eru með aðal loftaugarásirnar fyrir neðan blaðæðarnar eða jafnt báðum megin.
  • Subfamily Piceoideae (Picea): Könglarnir eru einærir, án greinilegs "umbo", grunnur (neðst) köngulskeljanna er breiður, felur fræin að fullu að neðan, fræin eru án kvoðubóla, svartleit, frævængurinn heldur fræinu lauslega í skál, blöðin eru með aðal loftaugarásirnar fyrir neðan blaðæðarnar eða jafnt báðum megin.
  • Subfamily Laricoideae (Larix, Cathaya og Pseudotsuga): Könglarnir eru einærir, án greinilegs "umbo", grunnur (neðst) köngulskeljanna er breiður, felur fræin að fullu að neðan, fræin eru án kvoðubóla, hvítleit, frævængurinn heldur fræinu lauslega í skál, blöðin eru með aðal loftaugarásirnar fyrir neðan blaðæðarnar eingöngu.
  • Subfamily Abietoideae (Abies, Cedrus, Pseudolarix, Keteleeria, Nothotsuga og Tsuga): Könglarnir eru einærir, án greinilegs "umbo", grunnur (neðst) köngulskeljanna er mjór, með fræin sjánleg að hluta að neðan, fræin eru með kvoðubólur, frævængurinn heldur fræinu fast í skál, blöðin eru með aðal loftaugarásirnar fyrir neðan blaðæðarnar eingöngu.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Aljos Farjon (1998). World Checklist and Bibliography of Conifers. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-900347-54-7.
  2. Christopher J. Earle (ritstjóri). Pinus merkusii Junghuhn et de Vriese ex de Vriese 1845“. The Gymnosperm Database. Sótt 17. mars 2015.
  3. Craig W. Benkman (1995). „Wind dispersal capacity of pine seeds and the evolution of different seed dispersal modes in pines“ (PDF). Oikos. 73 (2): 221–224. doi:10.2307/3545911. JSTOR 3545911.
  4. Robert A. Price, Jeanine Olsen-Stojkovich & Jerold M. Lowenstein (1987). „Relationships among the genera of Pinaceae: an immunological comparison“. Systematic Botany. 12 (1): 91–97. doi:10.2307/2419217. JSTOR 2419217.

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

  • Heinz-Dietmar Behnke (1974). „Sieve element plastids of Gymnospermae: their ultrastructure and relation to systematics“. Plant Systematics and Evolution. 123 (1): 1–12. doi:10.1007/BF00983281.
  • D. F. Greene & E. A. Johnson (1990). „The dispersal of winged fruits and seeds differing in autorotative behavior“. Canadian Journal of Botany. 68 (12): 2693–2697. doi:10.1139/b90-340.
  • A. Liston, D. S. Gernandt, T. F. Vining, C. S. Campbell & D. Piñero (2003). R.;  ; R. Mill (ritstjórar). „Molecular phylogeny of Pinaceae and Pinus. Proceedings of the Fourth International Conifer Conference. Acta Horticulturae. Brugge: International Society for Horticultural Science. 615: 107–114.
  • Zsolt Debreczy; Istvan Racz (2012). Conifers Around the World. DendroPress. ISBN 9632190610.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikilífverur eru með efni sem tengist