Kviss
Útlit
Kviss er spurninga- og skemmtiþáttur sem hóf göngu sína á Stöð 2 árið 2020. Stjórnandi þáttarins er uppistandarinn Björn Bragi Arnarsson.
Í Kviss keppa þekktir Íslendingar í spurningakeppni fyrir hönd íþróttafélaga sem þeir tengjast og eru tveir í hverju liði. 16 lið mæta til leiks í hverri þáttaröð og keppa þau í útsláttarkeppni. Úrslitaviðureignin er í beinni útsendingu á Stöð 2.
Samhliða þættinum hafa verið gefin út vinsæl spurningaspil sem bera heitið Pöbbkviss og Krakkakviss.
Uppsetning þáttarins
[breyta | breyta frumkóða]- 60 sekúndur – Hvort lið fær 60 sekúndur til að svara hraðaspurningum og fær 1 stig fyrir hvert rétt svar. Hvort lið getur að hámarki fengið 15 spurningar í 60 sekúndum.
- Almennar spurningar – Átta spurningar sem gefa 2 stig. Í fyrstu sjö spurningunum hringja liðin bjöllu til þess að fá svarrétt. Síðasta almenna spurningin er svokölluð þér var nær spurning, þar sem liðin keppast um að vera nær tölu sem spurt er um og skrifa svör sín á blað.
- Frægar línur – Valflokkaspurningar þar sem liðin svara spurningum um þekktar línur úr tónlist, kvikmyndum, auglýsingum o.fl. Sex flokkar eru í boði í hverri keppni. Lið fær 2 stig fyrir að svara sínum spurningum rétt, en ef það getur ekki svarað fær andstæðingurinn að svara og getur fengið 1 stig.
- Fimmfaldur – Hvort lið fær spurningu um tiltekinn lista og hefur 30 sekúndur til þess að svara. Fyrir hvert rétt svar fæst 1 stig og er hægt að fá að hámarki 5 stig.
- Þrjú hint – Tvær vísbendingaspurningar sem gefa þrjú stig hvor, hvenær sem rétta svarið kemur.
Sigurvegarar
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Sigurvegari | Úrslit | 2. sæti |
---|---|---|---|
2020 | Þróttur R. (Sóli Hólm og Sólrún Diego) | 32-27 | FH (Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir) |
2021 | KR (Benedikt Valsson og Kristín Pétursdóttir) | 31-28 | Þróttur R. (Bríet og Björn Hlynur Haraldsson) |
2022 | Afturelding (Steindi Jr. og Dóri DNA) | 29-26 | KR (Aron Kristinn Jónasson og Nadine Guðrún Yaghi) |
2023 | ÍR (Emmsjé Gauti og Viktoría Hermannsdóttir) | 33-26 | ÍA (Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Arnór Smárason) |