Fara í innihald

Smárakirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Krossinn)

Smárakirkja (hét áður Krossinn) er íslenskt trúfélag. Kirkjan var til húsa að Hlíðasmára í Kópavogi, en hefur nú flutt sig í Sporhamra 3, 112 Reykjavík. Smárakirkja tilheyrir hvítasunnusöfnuðinum, nýlegri útgáfa af mótmælendatrúnni sem leggur áherslu á persónulegt samband við guð. Forstöðumaður kirkjunnar er Sigurbjörg Gunnarsdóttir, en hún tók við af föður sínum Gunnari Þorsteinssyni árið 2010.[1]

Meðlimir voru 363 árið 2022.

Saga Smárakirkju

[breyta | breyta frumkóða]

Trúfélagið Krossinn var stofnað árið 1979, en fékk löggildingu trúfélags árið 1982. Fyrst um sinn var hann staðsettur í Auðbrekku 34 í Kópavog, færði sig svo í Hlíðasmára í Kópavogi, og var þar þegar nafni var breytt en er nú staðsettur í Sporhömrum 3 í Grafarvogi. Rætur Krossins liggja í Hvítasunnukirkjunni, en fyrsti forstöðumaður Krossins, Gunnar Þorsteinsson tilheyrði þeim söfnuði áður en Krossinn var stofnaður. Árið 2010 tók Sigurbjörg dóttir hans við starfinu og var nafninu breytt í Smárakirkju þann 3. júní 2014.[2]

Almennar safnaðarsamkomur eru haldnar tvisvar á viku; á sunnudögum kl. 16:30 og á þriðjudögum kl. 20:00. Að auki eru reglulegar bænastundir á miðvikudögum kl. 19:30.[3]

Á samkomum spilar hljómsveit blöndu af gospel, rokki og rólegri lögum. Í safnaðarheimilinu er rekin lítil verslun með kristilegar bækur og geisladiska, auk kaffisölu.

  1. „Yfirlýsing frá Krossinum“. Krossinn lifandi kirkja. Sótt 1. janúar 2012.[óvirkur tengill]
  2. „Krossinn verður Smárakirkja“. RÚV. Sótt 24. nóvember 2021.
  3. „Samkomur“. Krossinn lifandi kirkja. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. desember 2005. Sótt 1. janúar 2012.