Kristalina Georgieva
Kristalina Georgieva Кристалина Георгиева | |
---|---|
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins | |
Núverandi | |
Tók við embætti 1. október 2019 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 13. ágúst 1953 Sófíu, Búlgaríu |
Þjóðerni | Búlgörsk |
Maki | Kino Kinov |
Börn | 1 |
Háskóli | Þjóðar- og alþjóðahagfræðiháskólinn í Sófíu |
Undirskrift |
Kristalina Ivanova Georgieva-Kinova (13. ágúst 1953)[1] er búlgarskur hagfræðingur sem hefur verið framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá árinu 2019. Hún var framkvæmdastjóri Alþjóðabankastofnananna frá 2017 til 2019 og var starfandi forseti Alþjóðabankans frá 1. febrúar til 8. apríl 2019 eftir afsögn Jims Yong Kim. Hún var áður varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í forsetatíð Jean-Claude Junckers frá 2014 til 2016.[2][3][4][5]
Georgieva gegndi ýmsum embættum hjá Alþjóðabankastofnununum frá 1993 til 2010 og varð varaforseti og fagritari þeirra í mars árið 2008. Hún hefur einnig verið meðlimur í fjárhaldsnefnd[6] og dósent við hagfræðideild Þjóðar- og alþjóðahagfræðiháskólans í Sófíu.[7] Þann 27. september árið 2016 tilnefndi ríkisstjórn Búlgaríu Kristalinu Georgieva í embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna.[8] Þegar kosið var í embættið á öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þann 5. október lenti Georgieva í áttunda sæti af tíu frambjóðendum.[9] Í sömu atkvæðagreiðslu hlaut António Guterres stuðning öryggisráðsins í embætti aðalritara.[10] Þann 28. október tilkynnti Alþjóðabankinn að Georgieva yrði fyrsti framkvæmdastjóri bankans frá 2. janúar 2017.[11] Þann 29. september 2019 var Georgieva útnefnd næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún var sú eina sem var tilnefnd í starfið og er fyrsta manneskjan frá nýmarkaðslandi sem hefur gegnt því.[12]
Georgieva var nefnd „Evrópumaður ársins“ árið 2010[13] og „ESB-framkvæmdastjóri ársins“[14] að launum fyrir störf hennar, sér í lagi fyrir hamfarahjálp hennar á Haítí og í Pakistan.
Árið 2021 var Georgieva sökuð um að hafa hagrætt ársskýrslu Alþjóðabankans árið 2018 til þess að gefa Kína hærri einkunn á lista yfir lönd þar sem best væri að stunda viðskipti.[15] Kína hafi hækkað um sjö sæti frá upphaflegum drögum skýrslunnar eftir að aðferðafræði við gerð hennar var breytt. Þá var Georgieva sökuð um að hagræða skýrslunni til þess að gefa Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Aserbaísjan hærri einkunn.[16]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Who is Kristalina Georgieva?“. FOCUS News Agency. 19. janúar 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 október 2013. Sótt 19. janúar 2010.)
- ↑ „Under-fire EU Commission nominee stands down“. AFP. 19. janúar 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. janúar 2010. Sótt 19. janúar 2010.
- ↑ Miller, John W. (9. febrúar 2010). „EU Approves New Commission“. The Wall Street Journal/Associated Press. Sótt 9. febrúar 2010.
- ↑ Toby Vogel (11. febrúar 2010). „New team takes office“. European Voice. Sótt 12. febrúar 2010.
- ↑ „European Commission – PRESS RELEASES – Press release – Statement on the Decision of Vice-President Kristalina Georgieva to become Chief Executive Officer of the World Bank and to resign from the European Commission“. europa.eu. Sótt 25. júní 2019.
- ↑ „УНСС : Структура : Съвет на настоятелите“ (búlgarska). UNWE. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. febrúar 2012. Sótt 19. janúar 2010.
- ↑ „УНСС : Общоикономически факултет : Катедра Икономикс : Състав“ (búlgarska). UNWE. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. febrúar 2012. Sótt 19. janúar 2010.
- ↑ „Bulgaria announces new candidate Georgieva for U.N. leadership race“. Reuters. 28. september 2016. Sótt 3. október 2016.
- ↑ Permanent Mission of the Netherlands to the UN official Twitter account
- ↑ „Security Council Backs António Guterres to Be Next U.N. Secretary General“. The New York Times. 5. október 2016. Sótt 29. október 2016.
- ↑ „Kristalina Georgieva Appointed Chief Executive Officer of IBRD/IDA“. The World Bank. 28. október 2016. Sótt 28. október 2017.
- ↑ „IMF names Kristalina Georgieva as new head“ (bresk enska). 25. september 2019. Sótt 1. október 2019.
- ↑ Georgieva named European of the Year, europeanvoice.com, 30 November 2010
- ↑ Bulgaria's Georgieva Wins 'EU Commissioner of the Year' Award by EV[óvirkur tengill][óvirkur tengill], b2bnews.bg, 1 December 2010
- ↑ „Forstýra AGS hafi fegrað einkunn Kína“. Viðskiptablaðið. 17. september 2021. Sótt 18. september 2021.
- ↑ Kjartan Kjartansson (17. september 2021). „Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína“. Vísir. Sótt 18. september 2021.
Fyrirrennari: Christine Lagarde |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |