Fara í innihald

Knútur langi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynt sem Knútur langi lét slá.

Knútur langi Hólmgeirsson (d. 1234) var konungur Svíþjóðar frá 1229 til dauðadags. Ekki er fullvíst um ætt hans en margt bendir til að hann hafi verið bróður- eða systursonur Knúts konungs Eiríkssonar.

Þegar Jóhann Sörkvisson, síðasti konungur af Sörkvisætt, dó árið 1222 varð Eiríkur hinn smámælti og halti, sonur Knúts Eiríkssonar, konungur en hann var þó aðeins sex ára gamall og var landinu því stýrt af ríkisráði. Einn meðlimur þess var Knútur langi. Hann gerði svo uppreisn gegn konungi og vann sigur á fylgismönnum Eiríks í orrustunni við Olustra í Södermanland árið 1229. Eftir það tók Knútur sér konungnafn og kallaðist Knútur 2. Fáum sögum fer af konungstíð hans en hann dó 1234 og þá tók Eiríkur aftur við krúnunni.

Kona Knúts var líklega af Fólkungaætt og kann að hafa verið dóttir Fólka Birgissonar jarls. Þau áttu tvo syni, Hólmgeir og Filippus, sem báðir féllu í átökum Fólkunga við Birgi jarl.


Fyrirrennari:
Eiríkur hinn smámælti og halti
Svíakonungur
(12291234)
Eftirmaður:
Eiríkur hinn smámælti og halti