Fara í innihald

Kharkív

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kharkiv)
Dómkirkjan í Kharkív.

Kharkív (úkraínska: Ха́рків [ˈxɑrkiu̯] (framburður), einnig þekkt sem Kharkov (rússneska: Харькoв [ˈxarʲkəf]) er borg í norðausturhluta Úkraínu. Hún er önnur stærsta borg landsins og höfuðstaður Kharkívfylkis. Íbúafjöldi borgarinnar var um 1,4 milljón árið 2021. Um tveir af þremur íbúum eru rússneskumælandi.

Í mars 2022 voru gerðar harðar árásir á borgina af hendi Rússa þegar þeir réðust inn í Úkraínu. Um helmingur íbúa flúði borgina og yfir 500 létust þá. Árásir héldu áfram út árið.


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.