Munur á milli breytinga „George Orwell“

Jump to navigation Jump to search
33 bætum bætt við ,  fyrir 7 mánuðum
tengill í grenina
(tengill í grenina)
 
== Ævi ==
Orwell fæddist á [[Indland]]i, þar sem faðir hans var lágt settur starfsmaður bresku [[nýlendustjórn]]arinnar. Móðir hans fór með hann til [[England]]s þegar hann var eins árs og hann ólst upp í Henley-on-Thames með móður sinni og systrum. Föður sinn sá hann ekki aftur fyrr en [[1912]], að undanskilinni einni snöggri heimsókn. Átta ára að aldri var hann sendur í heimavistarskólann St. Cyprians. Þar leið honum ekki vel. Hann skrifaði seinna minningar sínar frá skólaárunum, ''[[:en:Such,_Such_Were_the_Joys|Such, Such Were the Joys]]'', en bókin var ekki gefin út fyrr en eftir lát hans og þá var flestum nöfnum breytt til að draga úr líkum á málssókn fyrir [[meiðyrði]]. Flestir ævisagnaritarar Orwells telja þó að frásagnir hans af skólalífinu og líðan hans séu ýktar og gefi ekki rétta mynd af raunveruleikanum.
 
Hann fékk skólavist í [[Eton]] og skólastyrk en hafði ekki efni á háskólanámi. Þess í stað fékk hann stöðu í bresku nýlendulögreglunni og var sendur til [[Burma]], þar sem hann var frá 1922-1927. Þá hafði hann einsett sér að gerast rithöfundur, sagði upp starfi sínu og settist að í [[London]]. Þar ákvað hann að kynna sér líf og kjör fátæklinga og utangarðsmanna, klæddist tötrum og duldi uppruna sinn og menntun. Seinna flutti hann til [[París]]ar og lifði þar bóhemlífi, starfaði sem blaðamaður en einnig við uppþvott og fleira. Reynslu sína nýtti hann meðal annars í bókinni ''Down and Out in Paris and London''. Bókin kom út í ársbyrjun [[1933]] og var vel tekið. Næstu árin gaf Orwell út nokkrar bækur en starfaði einnig við kennslu og bóksölu.
Óskráður notandi

Leiðsagnarval