Dýrabær

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Dýrabær (Animal Farm) er skáldsaga eftir George Orwell og ein frægasta háðsádeilan sem lýsir sovéskum alræðistilburðum. Orwell byggði bókina á atburðum sem áttu sér stað fram að og á meðan einveldi Jósef Stalíns stóð. Orwell, demókratískur sósíalisti og meðlimur í Sjálfstæða Verkalýðsflokknum í mörg ár, gagnrýndi Stalín og hafði efasemdir um gagn Stalínisma eftir upplifanir sínar í spænsku borgarastyrjöldinni.

Bókin var valin ein af 100 bestu ensku skáldsögunum á tímabilinu 1923 til dagsins í dag af tímaritinu TIME Magazine.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Söguþráðurinn flokkast undir allegóríu, þar sem svínin leika hlutverk uppreisnarsinnaðra Bolsévika og steypa mannverunum á bænum af stóli og setja upp samfélag þar sem öll dýrin eru jöfn, allavega í fyrstu.

Major, gamli gölturinn á búgarðinum Miklabæ kallar hin dýrin á bænum á sinn fund, þar sem hann líkir mannverunum við sníkjudýr, og tekur svo upp á því að kenna dýrunum uppreisnarsönginn "Skepnur Englands." Þegar Major deyr svo þrem dögum seinna taka tveir ungir geltir - Snækollur og Napóleon - völdin og breyta draumi hans í veruleika. Dýrin á bænum gera uppreisn og reka hjónin sem eiga bæinn á brott og skýra hann Dýrabæ. Sjö boðorð dýrahyggjunar eru svo rituð á hlöðuvegginn þar sem allir geta lesið þau. Mikilvægasta boðorðið er "öll dýr eru jöfn."

Þessi pólitíska dæmisaga verður ekki einungis að ævintýri í höndum Orwells, heldur á endanum að harmleik um draum og veruleika.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.