Nítján hundruð áttatíu og fjögur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „1984“

1984 eða Nítján hundruð áttatíu og fjögur (Nineteen Eighty-Four á frummálinu) er skáldsaga eftir George Orwell sem gerist árið 1984. Hún gerist í dystópítískri framtíð þar sem ríkið ræður öllu, jafnvel hugsunum þegna sinna. Hún er oft talin ein áhrifamesta bók 20. aldar og hefur hún verið sett í flokk með Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley og Við eftir Jevgeníj Zamjatín sem ein þekktasta dystópíska skáldsaga sögunnar.

Bókin kom út í íslenskri þýðingu Hersteins Pálssonar, Thorolf Smith og Gunnars Dal árið 1951 undir heitinu Nítján hundruð áttatíu og fjögur: skáldsaga og í nýrri þýðingu Þórdísar Bachmann 2015.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]