Nítján hundruð áttatíu og fjögur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nítján hundruð áttatíu og fjögur
HöfundurGeorge Orwell
Titill á frummáliNineteen Eighty-Four
ÞýðandiHersteinn Pálsson, Thorolf Smith og Gunnar Dal (1951)
Þórdís Bachmann (2015)
LandBretland Fáni Bretlands
TungumálEnska
ÚtgefandiSecker & Warburg
Útgáfudagur8. júní 1949; fyrir 74 árum (1949-06-08)

1984 eða Nítján hundruð áttatíu og fjögur (Nineteen Eighty-Four á frummálinu) er skáldsaga eftir George Orwell sem gerist árið 1984. Hún gerist í dystópítískri framtíð þar sem ríkið ræður öllu, jafnvel hugsunum þegna sinna. Hún er oft talin ein áhrifamesta bók 20. aldar og hefur hún verið sett í flokk með Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley og Við eftir Jevgeníj Zamjatín sem ein þekktasta dystópíska skáldsaga sögunnar.

Bókin kom út í íslenskri þýðingu Hersteins Pálssonar, Thorolf Smith og Gunnars Dal árið 1951 undir heitinu Nítján hundruð áttatíu og fjögur: skáldsaga og í nýrri þýðingu Þórdísar Bachmann 2015.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]