Dystópía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Dystópía er skálduð samfélagsmynd sem er andstæða útópíu. Orðið er komið úr grísku og þýðir bókstaflega „vondur staður“. Oftast er átt við alræðis- og valdaboðssinnaða ríkisstjórn eða annarskonar kúgað samfélag. Dæmi um dystópíu er alræðissamfélagið í skáldsögunni Nítján hundruð áttatíu og fjögur eftir George Orwell.