Kattardýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kattardýr
Tígrisdýr
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Felidae
G. Fischer de Waldheim (1817)
Undirættir

Kattardýr (fræðiheiti: Felidae) eru ætt dýra af ættbálki rándýra og þau rándýr sem helst eru háð því að éta kjöt. Fyrstu kattardýrin komu fram á sjónarsviðið á Eósentímabilinu fyrir um fjörutíu milljónum ára. Kunnasta undirtegund kattardýra er kötturinn sem fyrst hóf sambýli við manninn fyrir um fjögur til sjö þúsund árum.

Einnig eru þekktir stóru kettirnir; ljón, hlébarði, jagúar, tígrisdýr og blettatígur, og eins aðrir villtir kettir eins og gaupa, fjallaljón og rauðgaupa. Öll kattardýr (heimiliskettir meðtaldir) eru ofurrándýr sem eru fær um að ráðast á og drepa nánast allt sem er minna en þau sjálf.

Í dag eru þekktar 36 tegundir kattardýra. Öll kattardýr eiga það sameiginlegt að finna ekki sætt bragð.

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Þróunarferlisleg tengsl núlifandi kattardýra má sjá eftirfarandi yfirliti yfir ættleggi:

  Felidae  
Ættleggur stórkatta
  Stórir kettir (Pantherinae)  
  Stórkettir (Panthera)  

Hlébarði (P. pardus)

Ljón (P. leo)

Jagúar (P. onca)

Snæhlébarði (P. uncia)

Tígrisdýr (P. tigris)

  Neofelis  

Skuggahlébarði (N. nebulosa)

N. diardi

  Litlir kettir (Felinae)  
Ættleggur borneókatta
  Catopuma  

Borneóköttur (C. badia)

Gullköttur (C. temminckii)

  Pardofelis  

Hlébarðaköttur (P. marmorata)

Ættleggur eyðimerkurgaupna
  Caracal  

Eyðimerkurgaupa (C. caracal)

Glitköttur (C. aurata)

  Leptailurus  

Servalköttur (L. serval)

Ættleggur parduskatta
  Leopardus  

Dalaköttur (L. geoffroyi)

Koði (L. guigna)

Tígurköttur (L. tigrina)

Andesköttur (L. jacobita)

Gresjuköttur (L. colocola)

Pardusköttur (L. pardalis)

Viðarköttur (L. wiedii)

Ættleggur gaupna
  Lynx  

Evrasíugaupa (L. lynx)

Íberíugaupa (L. pardinus)

Kanadagaupa (L. canadensis)

Rauðgaupa (L. rufus)

Ættleggur Puma
  Puma  

Fjallaljón (P. concolor)

  Herpailurus  

Marðarköttur (H. yagouaroundi)

  Acinonyx  

Blettatígur (A. jubatus)

Ættleggur dvergtígurkatta
  Prionailurus  

Dvergtígurköttur (P. bengalensis)

Vatnaköttur (P. viverrinus)

P. planiceps

P. rubiginosus

  Otocolobus  

Manúlköttur (O. manul)

  Felis  

Frumskógarköttur (F. chaus)

F. nigripes

Sandköttur (F. margarita)

  Villikettir  

Kínverskur fjallaköttur (F. bieti)

Afrískur villiköttur (F. lybica)

Villiköttur (F. silvestris)

Köttur (F. catus)

Ættleggur katta    


Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Felidae“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. feb. 2017.