Fara í innihald

Hipphopp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hip hop)

Hipphopp er tónlistarstefna sem að inniheldur fastan takt sem er oft fylgt með rappi eða töluðu máli. Hipphopp byrjaði þegar plötusnúðar einangruðu taktinn frá restinni af lögum sem þeir völdu þannig að það kom út samsuða af töktum, svipað Dub. MC komu svo fljótlega og var tilgangur þeirra helst að kynna plötusnúðana en einnig að halda áhorfendunum spenntum á milli laga. Hægt og rólega þróaðist þetta út í rapp.

Upphaf hugtaksins

[breyta | breyta frumkóða]

Keith Cowboy er talinn hafa komið með hugtakið fyrstur þó svo að Lovebug Starski og Dj Hollywood hafi báðir byrjað að nota þetta orð á sama tíma og Keith. Hann kom með orðið þegar hann var að stríða vini sínum með því að syngja orðin hipp hopp í takt við hvernig hermenn marsera en sá hafði nýlega gengið í bandaríska herinn. Upp úr því byrjuðu aðrir listamenn að nota orðin.

Hipphopp kom fram á áttunda áratugi síðustu aldar þegar götu partí urðu vinsæl í New York borg Þá helst í fátækari hverfunum eins og Bronx. Í upphafi spiluðu plötusnúðar bara tónlist en fljótlega byrjuðu MC að tala og break dansarar sýndu listir sínar. Út frá þessum götu partíum byrjuðu plötusnúðar svo sem DJ Kool Herc og Grand Master Theodore að prufa sig áfram með tvo plötuspilara og að „scratcha“ til að hafa mismunandi áhrif á tónlistina. MC byrjuðu á því að tala og voru þá helst að kynna plötusnúðana eða að hvetja áhorfendur til að dansa eða hreinlega bara að skemmta þeim en með tímanum byrjuðu þeir að rappa með. Í upphafi voru þetta voða einfaldir textar en hægt og rólega fór þetta út í litlar vísur sem voru oft klúrar. Þeir gerðu það til að greina sig frá hvor öðrum. Út frá þessu byrjuðu þeir síðan að vinna saman og mynduðu hálfgerðar hljómsveitir með plötusnúði og MC, oft voru breakdansarar með. Þetta varð síðan að venju og er enn í gangi.

Níundi áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Á níunda áratuginum þróaðist hipp hopp yfir í flóknari takta og lög. Á þessum tíma jókst notkun trommuheila svo sem Roland 808 og Oberheim DMX en Roland 808 er ennþá mikið notaður i dag. Mikil tækniframför á sviði tónlistar fór fram og varð þess valdandi að einfaldara var að „sampla“ lög og búa til takta. Á sama tíma þróuðust textarnir úr þvi að vera grín yfir í alvarlegri málefni, það markaði nýja stefnu innan hipp hopps. Þar var lagt meira upp úr textunum og rímum en einnig boðskapnum sem var oft mjög gagnrýninn á samfélagið og pólitíkina í því. Mikið af breytingunum er hægt að tengja við nýja kynslóð af hipp hopp listamönnum sem að fjölluðu um það sem þeir þekktu en það var hvernig það var að koma úr fátækrahverfum og hættunni sem steðjaði að ungu fólki á þessum tíma en þau notuðu oft einmitt tónlistina til að koma sér út úr þeim lífstíl. N.W.A eru taldir vera helsta ástæðan fyrir því að Gangsta rap náði vinsældum en það var með fyrstu hljóðversplötunni þeirra Straight Outta Compton. Í framhaldi af því urðu textar mun óheflaðari og var það þess valdandi að fáir fengu spilun á stóru bandarísku útvarpsstöðvunum og sumum bannað að fara á tónleikaferðalög. Þrátt fyrir þetta þá varð þessi stíll af hipp hopp gríðarlega vinsæll til dæmis þá seldist Straight Outta Compton í tíu milljón eintökum einungis í Bandaríkjunum.

Tíundi áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Á tíunda áratuginum þá varð hipp hopp mest selda tónlistarstefnan. MC Hammer varð að nafni sem allir þekktu þegar fyrsta platan hans kom út 1990 og átti hún sinn þátt í vinsældum hipp hopps. Á svipiðum tíma þá var Dr. Dre að vinna í sinni fyrstu sóló plötu. Sú plata aðstoðaði við það að gera vesturstrandar gangsta rapp vinsælls en rapp austurstrandarinnar. Tónlistin sjálf breyttist mikið og byrjuðu sumir að syngja líka en ekki bara að rappa. Á þessum tíma var hálfgert stríð á milli vesturstrandarinnar og austurstrandarinnar og var vígvöllurinn helst í gegnum tónlistina þar sem að þeir stunduðu það að „dissa“ hvorn annan. Miðpunktur þessa stríð virtist vera hjá Notorious B.I.G og plötufyrirtækis hans Bad Boy Records sem að voru frá austurströndinni og svo Tupac Shakur og Death Row Records en þeir voru frá vesturströndinni. Endaði þetta með bæði dauða Notorious B.I.G og Tupac Shakur. Margir hvítir hipp hopp listamenn komu fram á tíunda áratugnum svo sem Eminem og Cage. Undir lok áratugarins þá var hipphopp orðið stór partur af tónlistarsenunni og notuðu margir aðrir listamenn hluta af hipp hoppi í sínum lögum.

Miðvestur og suður Bandaríkin

[breyta | breyta frumkóða]

Á meðan strandirnar tvær börðust blómstruðu önnur svæði í Bandaríkjunum svo sem mið-vestur hlutinn og suðurríkin. Frá Miðvestur-Bandaríkjunum komu margir listamenn svo sem Eminem og Twista. Munurinn á miðvestur-rappinu og svo austur- og vesturstrandar rappinu er að það er ekkert eitt sem að sameinar stílinn sem að þeir nota og er oft munur á milli tveggja listamanna í sömu borg sem gerir það erfitt að skilgreina eitthvað einkennandi við tónlistina sem kemur þaðan. Í suðurríkjum Bandaríkjanna var einnig mikið af hipp hopp listamönnum enn fyrstir til að verða virkilega vinsælir voru Geto Boys enn þeir komu frá Houston í Texas. Á tíunda áratugnum varð Atlanta í Georgíu ráðandi í Suðurríkja hipp hoppinu með hljómsveitum svo sem Outkast og Ying Yang Twins.

Alþjóðlegt hipp hopp

[breyta | breyta frumkóða]

Hipphopp sem tónlistarstefna breiddist hratt út og mörg lönd hafa haft mjög mikla hipp hopp menningu svo sem Frakkland þar sem að fyrsti sjónvarpsþátturinn ætlaður einungis hipphoppi kom fram. Breakdansarar áttu sinn þátt í vinsældum tónlistarstefnunnar því að í Japan, Ástralíu og Suður-Afríku kom dansinn fyrst og var dansað við bandarísk lög en svo seinna meir þá komu fram hljómsveitir og listamenn frá þessum löndum. Í fáum löndum hefur hipphopp væðingin verið jafn mikil og í Bretlandi þar sem að það kom sér undirstefna eða Breskt hipp hopp.

Hipphopp dreifðist hratt til Suður-Ameríku þökk sé því að suður-amerískir innflytjendur í New York voru partur af fæðingu hipp hopps. Í Brasilíu er hipphopp orðið rótgróið í tónlistarlífinu þar. Í textunum er mikið talað um ójafna dreyfingu á auðinum í landinu og skort á tækifærum fyrir ungt fólk. Helsta ástæðan fyrir kraftinum í hipphoppi í Brasilíu er sú margir koma úr fátækrahverfum og eru að reyna að bæta stöðu sína. Í upphafi var hipp hoppið aðallega í São Paulo enn það breiddist hratt út og er núna í öllum stærstu borgum Brasilíu. Hipphopp hefur mikið verið notað þar til að reyna að koma krökkum úr skotlínu í stríðinu sem að lögreglan er að há gegn fíkniefnum og fá þau til að byrja í tónlist svipað og margir gerðu í Bandarikjunum á níunda áratugnum.

  • Fyrirmynd greinarinnar var „hip hop“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. mars 2012.
  • „The Secret History Of West Coast Hip-Hop: Did hip-hop start in the East?“.
  • „History of hip hop“.
  • „A Brief History of Hip-Hop and Rap“.
  • „History of hip hop“.
  • „Back in the days“.
  • „Southern rap“.