Fara í innihald

Jack Nicholson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá John Joseph Nicholson)
Jack Nicholson
Jack Nicholson árið 2001
Jack Nicholson árið 2001
Upplýsingar
FæddurJohn Joseph Nicholson
22. apríl 1937 (1937-04-22) (87 ára)
Fáni Bandaríkjana Neptune, New Jersey, USA
MakiSandra Knight (1962-1968) (skilin) 1 barn
Helstu hlutverk
George Hanson í Easy Rider
Robert Eroica Dupea í Five Easy Pieces
Billy “Bad Ass” Buddusky í The Last Detail
J.J. “Jake” Gittes í Chinatown
Randle Patrick McMurphy í One Flew Over the Cuckoo's Nest
Jack Torrance í The Shining
Eugene O'Neill í Reds
Garrett Breedlove í Terms of Endearment
Charley Partanna í Prizzi's Honor
Francis Phelan í Ironweed
Jack Naiper/Jókerinn í Batman
Col. Nathan R. Jessep í A Few Good Men
Melvin Udall í As Good as It Gets
Warren Schmidt í About Schmidt
Francis "Frank" Costello í The Departed
Óskarsverðlaun
Besti leikari
1975 One Flew Over the Cuckoo's Nest
1997 As Good As It Gets
Besti leikari í aukahlutverki
1983 Terms of Endearment
Golden Globe-verðlaun
Besti leikari (drama)
1975 Chinatown
1976 One Flew Over the Cuckoo's Nest
2003 About Schmidt
Besti leikari (tónlistar- eða gamanmynd)
1986 Prizzi's Honor
1998 As Good as It Gets
Besti leikari í aukahlutverki
1984 Terms of Endearment
Cecil B. DeMille-verðlaunin (1999)
BAFTA-verðlaun
Besti leikari
1974 Chinatown ; The Last Detail
1976 One Flew Over the Cuckoo's Nest
Besti leikari í aukahlutverki
1982 Reds
Screen Actors Guild-verðlaun
Besti leikari
1997 As Good as It Gets
AFI-verðlaun
Verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu um ævina (1994)

John Joseph Nicholson (f. 22. apríl 1937 í Neptune, New Jersey), best þekktur sem Jack Nicholson, er bandarískur leikari.

Nicolson fæddist á Jersey Shore Medical Center í Neptune, New Jersey. Móðir hans hét June Frances Nicholson (betur þekkt sem June Nilson) sem starfaði sem fatafella.[1] Þann 16. október 1936, 6 mánuðum áður en Nicholson fæddist hafði June gifst Donald Furcillo í Elkton, Maryland.[2] Þó svo að Donald Furcillo hafi staðfest að hann sé faðir Nicholson heldur Patrick McGilligan því fram að raunverulegi faðir Nicholsons sé Eddie King, umboðsmaður June.[3] Nicholson hefur neitað að úr sér verði skoðað DNA-sýni til að athuga hver hans raunverulegi faðir sé.

Móðir June, Ethel, krafðist þess að taka Nicholson að sér í fóstur svo að June gæti einbeitt sér að starfsferli sínum.[3] Nicholson hélt að afi hans og amma, Ethel May Rhoads og John J. Nicholson, væru foreldrar hans. Nicholson komst að því að svo var ekki árið 1974, þegar hann var 37 ára gamall. Blaðamaður frá „Time Magazine“ komst að þessu við skrif á grein um líf Nicholsons. Þá höfðu bæði móðir hans og amma látist, en þær voru þær einu sem vissu hver raunverulegi faðir hans var.[4]

Nicholson ólst upp kaþólskur,[5] en í viðtali við Vanity Fair árið 1992 sagðist hann ekki trúa á Guð enn.[6]

Upphaf leiklistarferils

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar Nicholson flutti til Hollywood var honum boðið starf hjá teiknimyndarisanum Hanna-Barbera, en hann neitaði. Hann vildi heldur verða leikari.[7]

Nicholson hóf feril sinn sem leikari, handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Hann starfaði hjá og með Roger Corman, ásamt öðrum. Hann skrifaði handritin og lék lítil hlutverk í myndunum The Cry Baby Killer (1958), The Little Shop of Horrors (1960), The Raven (1963) og The Terror (1963). Í The Terror vann hann með Sandra Knight, sem hann giftist síðar.

Leiðin til frama

[breyta | breyta frumkóða]

Nicholson hlaut sinn fyrsta Óskar fyrir leik sinn í kvikmyndinni One Flew Over the Cuckoo's Nest sem besti leikari í aðalhlutverki árið 1975. Aðrar stórar kvikmyndir sem Nicholson hefur leikið í eru The Shining (1980), Batman (1989), As Good as It Gets (1997), About Schmidt (2002), Anger Management (2003), The Departed (2006)

Samkvæmt tímaritinu Maxim hefur Nicholson sofið hjá yfir 2.000 kvenmönnum[8] Hann á 5 börn með 4 mismunandi konum en hefur aðeins verið giftur einu sinni.[9]

Börn hans eru:

Lengsta sambandið hans spannaði yfir 17 ára tímabil, en það var með leikkonunni Anjelica Huston, dóttir kvikmyndaleikstjórans John Huston. Sambandinu lauk þegar Anjelicu bárust fréttir af því að Rebecca Broussard væri ólétt eftir Jack.

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]
För eftir fætur og hendur Jack Nicholson, ásamt undirskrift hans við Grauman's Chinese Theatre.
Dennis Hopper and Jack Nicholson á 62. Óskarsverðlaunahátíðinni.

Nicholson hefur verið tilnefndur fyrir leik (aðal- eða aukahlutverk) á fimm mismunandi áratugum: 7. áratug 20. aldar, 8. áratug 20. aldar, 9. áratug 20. aldar, 10. áratug 20. aldar og 1. áratug 21. aldar. Aðeins einn leikari hefur afrekað það sama, Michael Caine.

Nicholson hefur verið tilnefndur 12 sinnum (8 sinnum fyrir aðallhlutverk og 4 sinnum fyrir aukahlutverk). Hann hefur fengið flestar tilnefningar karlleikara í sögu Óskarsins. Hann hefur unnið Óskarinn samtals þrisvar sinnum.

BAFTA-verðlaunin

[breyta | breyta frumkóða]

Golden Globe-verðlaunin

[breyta | breyta frumkóða]
  • Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, Easy Rider (1969)
  • Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), Five Easy Pieces (1970)
  • Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), Carnal Knowledge (1971)
  • Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), The Last Detail (1973)
  • Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), Chinatown (1974)
  • Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), One Flew Over the Cuckoo's Nest (1975)
  • Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, Reds (1981)
  • Hlaut: Besti leikari í aukahlutverki, Terms of Endearment (1983)
  • Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki (tónlistar-/gamanmynd), Prizzi's Honor (1985)
  • Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), Ironweed (1987)
  • Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (tónlistar-/gamanmynd), Batman (1989)
  • Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, A Few Good Men (1992)
  • Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), Hoffa (1992)
  • Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki (tónlistar-/gamanmynd), As Good as It Gets (1997)
  • Hlaut: Cecil B. DeMille-verðlaunin (1999)
  • Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), About Schmidt (2002)
  • Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (tónlistar-/gamanmynd), Something's Gotta Give (2003)
  • Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, The Departed (2006)

Screen Actors Guild-verðlaunin

[breyta | breyta frumkóða]

AFI-verðlaunin

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1994 hlaut Nicholson AFI-verðlaunin fyrir leik um ævina.

Kvikmyndaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Young Jack Nicholson: Auspicious Beginnings, Eve Berliner, 2001. Skoðað 7. júlí 2007
  2. Marriage certificate of June Nilson and Donald Furcillo, Young Jack Nicholson: Auspicious Beginnings, Eve Berliner, 2001. Skoðað 7. júlí 2007.
  3. 3,0 3,1 http://www.cigaraficionado.com/Cigar/CA_Profiles/People_Profile/0,2540,21,00.html Geymt 31 mars 2010 í Wayback Machine , Skoðað 7. júlí 2007.
  4. http://www.jacknicholson.org/1984RollingStone.html Geymt 21 október 2008 í Wayback Machine. Skoðað 7. júlí 2007
  5. http://www.adherents.com/people/pn/Jack_Nicholson.html Geymt 9 október 2015 í Wayback Machine. Skoðað 7. júlí 2007
  6. https://web.archive.org/web/20060508105408/http://www.ronaldbrucemeyer.com/rants/0422b-almanac.htm. Skoðað 7. júlí 2007
  7. McGilligan, P.: Jack's Life. W.W. Norton & Company, 1994
  8. http://www.nydailynews.com/05-18-2006/news/story/418764p-353685c.html Geymt 4 mars 2007 í Wayback Machine. Skoðað 7. júlí 2007
  9. http://www.imdb.com/name/nm0000197/bio. Skoðað 7. júlí 2007