Fara í innihald

Bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bandaríska karlalalandsliðið í körfuknattleik er fulltrúi Bandaríkjanna á alþjóðamótum í körfuknattleik karla. Liðið er það sigursælasta á Ólympíuleikunum frá upphafi og var ósigrað allt til ársins 1972 þegar það tapaði á lokasekúndum í úrslitaleik gegn Sovétríkjunum.

Árið 1992 fékk liðið gælunafnið Draumaliðið (Enska: Dream Team) þegar NBA leikmenn fengu að vera hluti af leikmannahóp í fyrsta sinn eftir að FIBA breytti regluverki sínu.[1] Árið 2006 töpuðu Bandaríkin undanúrslitaleik Heimsmeistaramótsins gegn Grikkjum í Japan 95-101. Bæði 2010 og 2014 urðu Bandaríkin hins vegar aftur heimsmeistarar.

Leikmenn liðsins árið 2012: Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Deron Williams, Chris Paul, Kevin Durant og LeBron James

Heimsmeistaramót

[breyta | breyta frumkóða]
  • Gull (5): 1954, 1986, 1994, 2010, 2014
  • Silfur (3): 1950, 1959, 1982
  • Brons (4): 1974, 2006, 1998, 1990
  • Gull (17): 1936, 1948, 1952, 1956, 1960, 1964, 1968, 1976, 1984, 1992, 1996, 2000, 2008, 2012, 2016, 2021, 2024
  • Silfur: 1972
  • Brons (2): 1988, 2004