National Association for the Advancement of Colored People

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

National Association for the Advancement of Colored People (NAACP) eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Samtök þessi voru stofnuð þann 12. febrúar 1909 í tilefni af 100 ára fæðingardegi mikils barráttumanns fyrir jöfnum réttinda svartra og hvítra í Bandaríkjunum, Abraham Lincoln. Í dag er þetta ein stærstu og þekktustu mannréttindarsamtök Bandaríkjanna með um 500.000 meðlimi.[1]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Uppruna samtakanna má rekja til óeirða í Springfield í Illinois-fylki árið 1908. voru þessar óeirðir nefndar Springfield race riots. Óeirðir þessar fólu í sér árásir hvítra á minnihlutahópa í borginni og þá einna helst blökkumenn. Þessar óeirðir ullu því að mikið af smáfyrirtækjum eyðilögðust og voru langflest þeirra í eigu svartra einstaklinga. Vegna óeirðanna hröklaðist stór hluti blökkumannasamfélagsins úr borginni. Þetta olli því að hópur hvítra frjálslyndra einstaklinga í New York, sem margir hverjir voru gyðingstrúar, tóku sig saman og stofnuðu félag, sem fyrst hét The National Negro Committee, í minningu um Abraham Lincoln sem var meðal annars frá Springfield. Seinna meir urðu samtökin einnig að mannréttindahreyfingu sem börðust fyrir auknum réttindum fleiri minnihlutahópa, annarra en blökkumanna.[2][3]

Hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Helsta hlutverk NAACP hefur verið það að standa vörð um réttindi blökkumanna í Bandaríkjunum. Þeirra stærstu verkefni voru helst þau að rífa niður múra aðskilnaðarstefnunnar sem ríkti í Bandaríkjunum allt fram til 1964. Um miðbik síðustu aldar tóku NAACP og hreyfing Martin Luther King yngri, Southern Christian Leadership Conference, höndum saman um það að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni og eftir hina örlagaríku Washington-göngu (e. the March on Washington) árið 1963 var sigrinum náð og árið eftir tóku gildi lög sem bönnuðu mismunun byggða á kynþætti í Bandaríkjunum.[4][5] Nú í seinni tíð hefur hreyfingin einna helst staðið fyrir því að hvetja félagsmenn sína og aðra blökkumenn til þess að nýta kosningarétt sinn í einu og öllu og í forsetakosningunum árið 2000 og svo aftur 2008 mættu blökkumenn, sérstaklega yngri meðlimir, í metfjölda á kjörstað og höfðu þeir mikil áhrif á útkomu kosningarinnar. Árið 2000 studdu langflestir George W. Bush og var það einn af þeim þáttum sem ollu því hve spennandi þær kosningar urðu. Árið 2008 mætti segja að þessi hópur kjósenda, sem mætti enn betur á kjörstað heldur en árið 2000, hafi haft afgerandi áhrif á sigur Barack Obama í þeim kosningum.[6] [7]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. NAACP. „NAACP: 100 Years of History“. Sótt 12.nóvember 2014.
  2. WhatchMojo.com. „History of the NAACP and Civil Rights“. Sótt 12.nóvember 2014.
  3. NAACP. „NAACP: 100 Years of History“. Sótt 12.nóvember 2014.
  4. National Association for the Advancement for Colored People. „NAACP: 100 Years of History“. Sótt 12.nóvember 2014.
  5. Eric Foner and John A. Garraty. „NAACP“. Sótt 12.nóvember 2014.
  6. WhatchMojo.com. „History of the NAACP and Civil Rights“. Sótt 12.nóvember 2014.
  7. Sam Roberts. „2008 Surge in Black Voters Nearly Erased Racial Gap“. Sótt 12.nóvember 2014.
  Þessi félagsfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.